Afsláttarkjör

Frá og með 1. janúar 2020 verða gerðar breytingar á afsláttarkjörum viðskiptavina Veitna. Breytingarnar eru gerðar til að auka gegnsæi og samræmi í kjörum notenda.

Af hverju eru þessar breytingar gerðar?

 • Gjaldskráin eins og hún er núna er barn síns tíma. Í gegnum tíðina hafa verið gerðir ýmiskonar samningar af forverum Veitna og því hefur í sumum tilfellum myndast misræmi í kjörum viðskiptavina.
 • Við erum að gera verðskrána okkar gagnsæja og sanngjarna. Nú sitja allir aðilar í sambærilegum rekstri við sama borð þegar kemur að afsláttarkjörum.

Hvers vegna eru sendar tilkynningar til þeirra sem engin  breyting verður hjá?

 • Í mörgum tilfellum er um að ræða breytingu á formi þótt kjörin séu hin sömu. Reikningar taka líka breytingum og rétt að upplýsa um ástæðuna.

Hvað breytist á reikningunum?

 • Þeir verða skýrari. Nú sjá viðskiptavinir bæði taxtann sem þeir greiða og afsláttinn sem þeir fá á reikningnum sínum. Þannig var það ekki áður, þá sáu þeir bara verðið sem þeir greiddu.

Af hverju eru tilkynningar sendar út núna en breytingarnar taka ekki gildi fyrr en eftir eitt ár?

 • Við þurfum að gefa viðskiptavinum okkar aðlögunartíma vegna þessara breytinga. Það er sanngjarnt að allir fái sama aðlögunartíma, sama hvaða áhrif þetta hefur á útgjöld þeirra.

Af hverju tekur þetta ekki gildi strax?

 • Við þurfum að gefa viðskiptavinum okkar aðlögunarfrest að þessum breytingum. Það er sanngjarnt að allir fái sama aðlögunartíma, sama hvaða áhrif þetta hefur á útgjöld þeirra.

Er þetta umsemjanlegt?

 • Nei, við förum í þessar breytingar til að gera verðskrána okkar gagnsæja og sanngjarna. Nú sitja allir í samskonar rekstri við sama borð þegar kemur að kjörum.

Hvers vegna lækkar verðið hjá sumum fyrirtækjum?

 • Þeir sem hljóta meiri afslátt eru ýmist í starfsemi sem telst gegna samfélagslegu hlutverki eða eru með mikla notkun, þannig að magnafsláttur á við. Nú fá allir viðskiptavinir, sem uppfylla skilyrðin fyrir að falla í þá flokka, þessi kjör.

Hvað ræður því hvernig starfsemi er skilgreind? Er hægt að breyta skilgreiningunni og fá þannig annan (hagstæðari) taxta?

 • Rekstrarform notanda ræður því í hvaða afsláttarflokk hann fellur. Telji notendur að vafi leiki á því að starfsemi sé rétt flokkuð, ættu þeir aðilar að hafa samband við okkur.

Er nauðsynlegt að gera breytingar á hitaveitumælum þar sem taxtinn gildir ekki fyrir upphitun á húsnæði?

 • Nei, það eru alltaf settir upp sér mælar fyrir húshitun.  Afsláttur er ekki veittur af notkun vegna húshitunar.

Af hverju eru afsláttarkjör einungis reiknuð út á hvern mæli fyrir sig en ekki heildarnotkun á kennitölu?

 • Kostnaður við að afhenda heitt vatn á marga staði er meiri en að afhenda það á einn stað. Því miðast verð og afsláttarkjör fyrir hvern mæli.

Fyrir frekari upplýsingar er velkomið að hafa samband við þjónustuver okkar í síma 516 6000.