Almennir orkureikningar

Reikningar fyrir heitt vatn og rafmagnsdreifingu geta virst nokkuð flóknir við fyrstu sýn. Á þeim eru miklar upplýsingar og þeir sundurliðaðir samkvæmt öllum reglum.

Vegna samkeppnissjónarmiða fá notendur tvo reikninga vegna rafmagns, einn frá veitufyrirtæki og annan frá sölufyrirtæki. Þeir sem búa á svæði Veitna og eru í viðskiptum við systurfyrirtæki okkar, Orku náttúrunnar, fá eina kröfu sem inniheldur reikninga frá báðum fyrirtækjum. Það er gert til að halda þjónustugjöldum í lágmarki.

Viðskiptavinir fá að jafnaði svokallaðan áætlunarreikning 11 mánuði á ári. Áætlunarreikningur byggir á áætlaðri notkun út frá notkunarsögu.

Ef okkur hefur borist nýr álestur frá útgáfu síðasta reiknings sendum við þér uppgjörsreikning. Hann er í raun bæði uppgjörs- og áætlunarreikningur því þar er bæði gerð upp notkun fram að nýja álestrinum auk þess sem áætlun er bætt við, út viðkomandi reikningstímabil.

Hægt er að skoða kröfur og staka reikninga á Mínum síðum.

Dæmi um reikninga fyrir rafmagn og heitt vatn.

Dæmi um reikninga fyrir rafmagn og heitt vatn.