Almennt um mælaskipti

Hvenær munu verktakarnir koma til mín?
Verktakar á okkar vegum eru í ferlinu að skipta um mæla. Tekin eru ákveðin hverfi í einu. Þegar unnið er í þínu hverfi banka verktakar upp á hjá þér og skipta um mæla. Ef húsráðandi er ekki við skilja verktakar okkar eftir bréf með símanúmeri svo hægt sé að mæla sér móts við þá.

Hvenær dags koma verktakarnir?
Heimili: 

Mánudaga til föstudaga, kl. 10:00-19:00
Laugardaga kl. 10:00-16:00

Fyrirtæki:
Mánudaga til föstudaga, kl. 8:00-19:00
Laugardaga kl. 10:00-16:00

Mögulega er hægt að semja við verktaka um að koma á öðrum tíma ef þessar tímasetningar ganga ekki.

Er hægt að panta tíma vegna mælaskipta?
Ekki er hægt að panta tíma vegna mælaskipta. Ef húsráðandi er ekki við skilja verktakar eftir miða með símanúmeri svo hægt sé að mæla sér mót við þá.

Þarf ég að gera eitthvað áður en verktakinn kemur?
Mikilvægt er að húseigendur /-notendur séu búnir að taka allt dót frá mælum svo að mælaskipti gangi hratt og vel fyrir sig. Einnig rétt að minna á að aðgengi að mælum skuli ávalt vera greitt.

Hvernig er verktakinn til fara?
Starfsfólk og verktakar á okkar vegum eru alltaf í gulum vestum merkt Veitum. Einnig bera þeir starfsmannaskírteini með nafni og mynd.

Hvað gerir verktakinn?
Verktaki okkar sér eingöngu um að skipa um mæli, ef notandi hefur spurningar varðandi notkun þá er hægt að nálgast upplýsingar um notkun á Mínum síðum eða með því að hafa samband við Veitur.

Hvað tekur langan tíma að skipta um mæli?
Í flestum tilfellum tekur um það bil 15 mínútur að skipta um mæli. Mælaskiptin geta tekið lengri tíma í einhverjum tilfellum, til dæmis ef lokar eru bilaðir.

Munu mælaskiptin kosta eitthvað?
Viðskiptavinur þarf ekki að greiða fyrir mælaskiptin. Veitur bera kostnaðinn við mælaskiptin.