Upplýsingar um ferli heimlagnaumsókna og annarrar þjónustu við rafverktaka

Þegar sótt er um þjónustu vegna heimlagna og tenginga við dreifikerfi Veitna er mikilvægt að upplýsa um þjónustustig og að notendur þjónustunnar séu meðvitaðir um hvaða væntingar er unnt að gera til þjónustunnar.

Í bréfi þessu eru kynntar almennar leiðbeiningar um framkvæmd og þjónustu vegna ýmissa þjónustuþátta sem Veitur sinna vegna rafmagns. Ávallt skal vinna í samræmi við tæknilega tengiskilmála rafmagns og annarra staðla og reglna sem um rafmagn gilda.

Mikilvægt er að upplýsingar um þjónustu, afhendingu hennar og samskipti við viðskiptavini liggi ekki hjá einstaka starfsfólki heldur geti fleiri upplýst um stöðu verka.

Við viljum vera í samstarfi við viðskiptavini um þróun þjónustunnar og viljum gjarnan fá upplýsingar um atriði sem geta nýst til að bæta hana frekar. Hikið því ekki við að vera í sambandi við okkur með ábendingar.

Símanúmer og netfang

Þjónustusími vegna heimlagna er 516 6000 (þjónustuver) og netfang er veitur@veitur.is. Ekki er gefinn sími beint á tæknimenn heldur er erindum svarað samdægurs.

Þjónustutími

Til að tryggja skilvirka þjónustu og um leið rými til að vinna úr umsóknum og fyrirspurnum munu starfsmenn heimlagnaþjónustu veita ráðgjöf um heimlagnir og afhenda búnað, s.s. straumspenna milli kl. 8-12 virka daga á Bæjarhálsi 1.

Upplýsingagjöf og almenn afgreiðsla

Hingað til hafa verktakar í mörgum tilvikum hringt í beina síma umsjónarmanna heimlagna. Ekki hefur verið hægt að tryggja svörun þeirra, s.s. vegna þess að viðskiptavinir eru í afgreiðslu eða unnið er að úrlausn umsókna eða annarra beiðna.

Til að tryggja betri svörun og markvissari þjónustu hefur verið ákveðið að veita framvegis upplýsingar um stöðu verkefna og almennar upplýsingar í þjónustuveri í síma 516 6000 og netfanginu veitur@veitur.is kl. 8:30-16:30 virka daga.

Ef starfsfólk þjónustuvers getur ekki svarað erindi mun því vera komið til annarra starfsmanna sem munu hafa samband samdægurs. Ekki er hægt að tryggja aðgang að sérfræðingum í heimlögnum þegar hringt er.

Viljum við sérstaklega benda á vef Veitna þar sem ýmsar upplýsingar er að finna um ferli og framkvæmd heimlagnaþjónustu.

Upplýsingar um stöðu verkefna geta umsækjendur séð á mínum síðum.

Mín mál á mínum síðum

Umsókn um heimlögn

Sótt er um heimlögn hér. Eigandi eða einhver í hans umboði getur sótt um heimlagnir í hans nafni. Ef umsækjandi er annar en eigandi er nauðsynlegt að skrá hver er greiðandi. Mikilvægt er að hafa í huga að það þarf að sækja um allar heimlagnir í einu, þ.e. rafmagn og vatn.

Ferli umsókna er þannig:

Ferli heimlagnaumsóknar

Til að umsóknir komist til úrvinnslu er AFAR MIKILVÆGT að öll nauðsynleg gögn berist strax með umsókn. Ef gögn berast ekki með umsókn verður hún endursend í Drög, umsækjandi upplýstur um það og umsókn ekki tekin til meðhöndlunar fyrr en öllum gögnum hefur verið skilað.

Sýnishorn af gögnum sem þarf að skila er að finna í umsóknarforminu á veitur.is/heimlagnir.

Þau gögn sem VERÐUR að skila eru:

 1. Afstöðumynd sem sýnir hvar heimlagnir koma inn í hús – heimlagnir skulu allar koma inn á húshlið sem snýr að lagnakerfi (allar heimlagnir, rafmagn og vatn).
 2. Grunnmynd og sniðmynd sem sýnir hvar inntaksrými er í húsi, hvar lögn kemur inn rými og hvernig heimlagnir eiga að koma inn í það (t.d. upp úr gólfi eða niður úr lofti). Ídráttarrör fyrir stærri heimtaugar en 100A verður að vera beint og enda í gryfju undir töfluskáp.
 3. Einlínumynd af aðaltöflu.
 4. Einfalda útlitsmynd af aðaltöflu (200A og stærri) sem sýnir hvernig heimtaug kemur inn í töfluna, staðsetningu aðalrofa, straumspenna og mæla.
 5. Afláætlun vegna heimtauga sem eru 315A og stærri.
 6. Skammhlaupsútreikningur fyrir aðaltöflu sem er 400A og stærri

Afhending og tenging straumspenna 

Fyrir heimlagnir með mælingu 200A og meira þarf að notast við straumspenna. Veitur útvega straumspenna og skammhleypibretti. Veitur afhenda skammhleypta straumspenna með löskum. Ekki er rukkað gjald fyrir straumspenna og skammhleypibretti þar sem þetta er hluti af mælibúnaði Veitna. 

Fyrir afhendingu og tengingu á straumspennum gildir eftirfarandi ferli: 

 1. Rafverktaki sendir tölvupóst á veitur@veitur.is merkt „Straumspennar“.
  Tilgreina skal stærð straumspenna og notkunarstað
 2. Rafverktaki sækir straumspenna til Veitna.
  - Straumspennar eru afhentir daginn eftir móttöku tölvupósts - Afgreiðslutími virka daga kl. 8:00-12:00.
 3. Rafverktaki setur straumspenna upp og tengir við þá stofninn.
 4. Rafverktaki sér um að útvega mælavíra (hvíta víra með styrktri einangrun) á milli straumspenna og skammhleypibretti.
 5. Rafverktaki sér um að þræða mælavíra frá spennum að skammhleypibretti.
 6. Rafverktaki sér um að bora fyrir mælavírum fyrir skammhleypibretti samkvæmt sniðmáti.
  - Hægt er að nálgast sniðmát í afgreiðslu Veitna.
 7. Veitur sjá um að bora fyrir mælavírum við mæli.
 8. Veitur koma með og setja upp skammhleypibretti.
 9. Veitur tengja mælavíra við straumspenna, skammhleypibretti og mæli.
 10. Veitur spennusetja heimlögn. Senda þarf inn sér þjónustubeiðni vegna þess (sjá texta um spennusetningu).

Spennusetning

Rafverktaki sendir þjónustubeiðni til Veitna í gegnum vef Mannvirkjastofnunar.

Önnur verkefni vegna rafmagns

Auk heimlagna eru ýmsar aðrar þjónustubeiðnir að berast frá rafverktökum. Verður farið yfir nokkrar þeirra hér að neðan og ferli þeirra.

Breyta í 3ja fasa rafmagn

Í flestum tilvikum er hægt að breyta heimtaug úr einfasa yfir í þriggja fasa. Ekki er tekið gjald fyrir þessa breytingu að því tilskyldu að heimtaugastrengur sé hæfur fyrir þrjá fasa (4-leiðari).  

Ef óskað er eftir að breyta úr einum fasa í þrjá þá gildir eftirfarandi ferli:

 1. Fá löggiltan rafverktaka í verkið.
 2. Rafverktaki sendir inn þjónustubeiðni til Veitna í gegnum vef Mannvirkjastofnunar.
 3. Tengiliður upplýstur um afhendingartíma.
 4. Veitur taka rafmagn af í samráði við rafvirkja .
 5. Rafverktaki tekur niður 1 fasa mæli og breytir rafmagnstöflu.
 6. Veitur breyta í 3ja fasa rafmagn og setja upp nýjan mæli.

Umsókn um breytingar skulu berast Veitum með 5 virkra daga fyrirvara.
 - Afhendingartími er með fyrirvara um að strengur sé hæfur fyrir þrjá fasa og ekki þurfi að gera breytingar né stækka götuskáp.  

Skammtímatenging rafmagns - viðburðir, söluvagnar, hátíðarlýsing o.fl. - hámark 30 dagar

Hægt er að fá skammtímatengingu á rafmagni fyrir tímabundna notkun t.d. fyrir sölubása, viðburði eða aðra tímabundna notkun. Þessi þjónusta er háð staðsetningu og aðstæðum í dreifikerfinu. Skammtímatenging er afhent við götuskáp eða dreifistöð í skáp sem notandi útvegar. Hámarkstími skammtímatengingar er 30 dagar. 

Sækja þarf um skammtímatengingu á vef Veitna, veitur.is/heimlagnir. Eigandi eða einhver í hans umboði getur sótt um heimlagnir í hans nafni. Ef umsækjandi er annar en eigandi er nauðsynlegt að skrá hver er greiðandi.

Greitt er sérstaklega fyrir tengingu, aftengingu og notkun. Álag vegna vinnu utan dagvinnu­tíma er 55%. Upplýsingar um verð er að finna í verðskrá Veitna

Ef óskað er eftir skammtímatengingu þá gildir eftirfarandi ferli: 

 1. Fá löggiltan rafverktaka í verkið.
 2. Sækja um skammtímatengingu á mínum síðum Veitna (heimlagnaumsókn).
  - Hvort heldur greiðandi eða rafvirki geta sent inn umsókn.
 3. Tilgreina skal dagsetningar uppsetningar og niðurtöku.
 4. Rafverktaki sendir inn þjónustubeiðni til Veitna í gegnum vef Mannvirkjastofnunar með beiðni um spennusetningu.
 5. Tengiliður verður upplýstur um afhendingartíma og áætlaðan kostnað.
 6. Rafverktaki setur upp skáp með bilunarstraumsrofa, sjálfvörum og plássi fyrir raforkumæli. Veitur munu gera undanþágu frá mælingu til 5. júní 2020.
 7. Veitur koma á skammtímatengingu í samráði við rafverktaka 

Veitur afhenda alltaf skammtímatengingar 3ja fasa, fjórleiðara 3+PEN. Vakin er athygli á að rafvirkjar þurfa að núlla í sínum skáp.

Færsla á heimlögn   

Sækja þarf um færslu á heimlögn hér á vef Veitna. Eigandi eða einhver í hans umboði getur sótt um færslu heimlagna í hans nafni. Ef umsækjandi er annar en eigandi er nauðsynlegt að skrá hver er greiðandi. Í umsókn skal koma skýrt fram hvert á að færa heimlögn. Rafverktaki skal einnig senda inn þjónustubeiðni til Veitna í gegnum vef Mannvirkjastofnunar

Tímabundið rof 

Sé þörf á tímabundnu rofi vegna breytinga á rafmagnstöflu skal tilgreina áætlaða tímasetningu á þjónustubeiðni eða hafa samband við þjónustuver í síma 516 6000 og óska eftir tímabundnu rofi á heimtaug. Þjónustuver kemur erindi áfram til þjónustufulltrúa rafmagns sem mun hafa samband. 

Umsókn um tímabundið rof skal berast Veitum með 4 virkra daga fyrirvara nema um bilun sé að ræða.  

Ef um bilun er að ræða skal hafa samband við þjónustuver í síma 516 6000.

Varanleg aftenging heimlagnar

Sækja þarf um allar aftengingar heimlagna á veitur.is/heimlagnir. Eigandi eða einhver í hans umboði getur sótt um breytingar í hans nafni.

Rafverktaki skal senda inn þjónustubeiðni til Veitna í gegnum vef Mannvirkjastofnunar

Umsókn um aftendingu skal berast Veitum með 4 virkra daga fyrirvara.

Áætlaður afhendingartími

Veitur hafa skilgreint áætlaðan afhendingartíma heimlagna en lögð er áhersla á að einungis er um áætlun að ræða og geta ýmsir þættir haft áhrif á afhendingu. Afhendingartími heimlagna fer eftir tegund umsóknar, stærð, hvort um er að ræða nýtt skipulagt hverfi eða gróið hverfi og stöðu á dreifikerfi Veitna. Mikilvægt er að móttökustaður sé tilbúinn samkvæmt skilmálum Veitna og tæknilegum skilmálum Samorku og rétt gögn fylgi umsókn, öll frávik frá því geta valdið töfum á afhendingu heimlagna.

Flokkur Eðli Afhendingartími
íbúðahverfi Skipulögð ný hverfi
Gróin hverfi
5-7 vikur
7-11 vikur
Iðnaðarhverfi Skipulögð ný hverfi
Gróin hverfi
7-11 vikur
8-12 vikur
Stórareða langarheimtaugar 400A og stærri 4-6 mánuðir
Vinnuheimlagnir3 Bráðabirgðaheimtaug 2-4 vikur
Uppsetning mælis4 Spennusetning 5 virkir dagar
Breyting í 3ja fasa5   5 virkir dagar
Skammtímatenging Viðburðir o.fl. 5 virkir dagar

1 Stærð heimlagna og staða dreifikerfis getur krafist meiri hönnunar sem hefur áhrif á afhendingartímann.
2 Langar heimlagnir eru skilgreindar lengri en 100m.

3 Fyrir bráðabirgðaheimtaug rafmagns (vinnuheimtaug) þarf að staðsetja vinnuskúrinn á viðkomandi lóð götumegin við byggingareit og ekki ofan á væntanlegum lagnaleiðum. Bráðabirgða heimtaug er aftengd þegar aðalheimtaug er tengd.
4 Uppsetning mæla ásamt því að hleypt er á eða spennusett gerist eftir að búið er að leggja heimlagnir. Skilyrði fyrir því að það sé framkvæmt er að heimlagna reikningur sé greiddur og að þjónustubeiðni rafverktaka og/eða pípara hafi borist.
5 Afhendingartími er háður því að strengur sé hæfur fyrir þrjá fasa og hvorki þurfi að gera breytingar né stækka götuskáp.