Fréttir og tilkynningar

Hellubraut - Endurnýjun lagna 29. maí - 04. ágúst

Birt 13. maí 2020 | Póstnúmer: 220

Fyrirhuguð er endurnýjun stofnlagna fyrir hitaveitu, rafstrengi og fjarskiptastreng. Lagnirnar sem um ræðir liggja frá Suðurgötu og að Hellubraut 9.

Óhjákvæmilega fylgir framkvæmd sem þessari umtalsvert, rask og biðjum við ykkur að sýna því skilning. Talsverð umferð vörubíla og vinnutækja verður á svæðinu á verktíma og munu gönguleiðir á svæðinu raskast hluta verktímans. Til að tryggja öryggi vegfarenda verða viðeigandi merkingar settar upp, þar sem bent verður á hjáleiðir.

Tímabundin lokun fyrir umferð að hluta eða öllu leyti verður kynnt sérstaklega á svæðinu, sem og lokanir fyrir vatn- og rafmagn þegar og ef til þess kemur.

Framkvæmdir munu hefjast í lok maí 2020 og eru áætluð verklok í lok júlí 2020.

Verkefnastjóri hjá Veitum

Sveinbjörn Hólmgeirsson.

Umsjónarmaður framkvæmdar

Kristjón Jónsson, Verkfræðistofunni Hnit, S: 5 700 500

Verktaki

Steingarður ehf.

Hafir þú spurningar eða ábendingar um þessa framkvæmd ekki hika við að hafa samband í síma 516 6000 eða með því að senda okkur ábendingu eða fyrirspurn.

Framkvæmdasvæði