Framtíðin er snjöll - mótaðu hana með okkur!
Hvers vegna Veitur?
Það er líf og fjör í vinnunni, starfsemi okkar er fjölbreytt og samfélagslega mikilvæg. Starfsfólk okkar hefur frumkvæði og fær tækifæri til að hrinda hugmyndum sínum í framkvæmd. Okkur er annt um umhverfið, jafnrétti og að koma fram við hvert annað og viðskiptavini af virðingu.

Stóra stundin er runnin upp
Framtíð rafveitu er snjöll og felur í sér að hámarka nýtingu rafdreifikerfanna og vera leiðandi í orkuskiptum í samgöngum.
Framtíðarsýn rafveitu
Trygg afhending – alltaf
Stefnuáherslur rafmagns
Dreifikerfið alltaf til reiðu
- Hámörkun í nýtingu rafdreifikerfis
- Álagsstýra til að besta nýtingu rafdreifikerfisins
- Að rafdreifikerfið sé tilbúið að taka við framleiðslu notenda
Öryggi - alltaf
- Aldrei sé unnið við rafbúnað undir spennu eða fólk varið gegn spennu með öllum tiltækum ráðum
Aflvaki orkuskipta
- Veitur séu leiðandi í orkuskiptum í samgöngum og mikilvægi Veitna öllum ljóst í því sambandi
- Boðið upp á orkuskipta- og ráðgjafaþjónustu
- Dreifikerfi rafmagns ráði alltaf við orkuskipti í samgöngum
- Alltaf hægt að fæða alla rafbíla
Rafveitan í tölum
Stóra stundin er runnin upp
Framtíðin felur í sér sporlausa fráveitu, blágrænar regnvatnslausnir og fræðslu til almennings. Stjórnandi fráveitu framtíðarinnar er leiðtogi sem brennur fyrir nýsköpun, samskiptum og hreinum ströndum.
Framtíðarsýn fráveitu
- Hreinar strendur - alltaf
Stefnuáherslur fráveitu
Sporlaus fráveita
- Skólp fari aldrei óhreinsað í sjó
- Fræðsla til almennings með það að markmiði að óæskileg efni fari ekki í fráveituna
- Að hreinsun á skólpi tryggi að óæskileg efni berist ekki í viðtaka
- Flutningur ofanvatns lágmarkaður, t.d. blágrænar ofanvatnslausnir
- Ofanvatni skilað án mengandi efna
Möguleikar fullnýttir
- Fráveitan virkjuð – virkja alla orku sem skapast í kerfinu
- Verðmæti sköpuð úr úrgangi fráveitu
Fráveitan í tölum
Stóra stundin er runnin upp
Framtíð kalda vatnsins felur í sér að vernda og tryggja vatnsauðlindir til framtíðar og dreifa heilnæmu vatni til íbúa. Stjórnandi vatnsveitu framtíðarinnar er leiðtogi sem brennur fyrir vatnsvernd og nýsköpun þar sem ekkert fer til spillis og uppáhaldsdrykkurinn er íslenskt vatn.
Framtíðarsýn vatnsveitu
Hreint vatn – alltaf
Stefnuáherslur vatnsveitu
Vatnsvernd ofar öllu
- Sjálfbær nýting auðlindar
- Í fararbroddi í vatnsverndarmálum
- Öryggi vatnsverndarsvæða ávallt tryggt
- Tryggur forði til framtíðar
- Trygg vatnsöflunarréttindi til framtíðar
Öruggt og hagkvæmt dreifikerfi
- Lágmarka sóun
- Dreifa ávallt hreinu heilnæmu vatni
Vatnsveitan í tölum
Stóra stundin er runnin upp
Framtíð heita vatnsins er að tryggja jarðhitaréttindi og forða til framtíðar með sjálfbærri nýtingu auðlinda.
Framtíðarsýn hitaveitu
Nægt heitt vatn - alltaf
Stefnuáherslur hitaveitu
Auðlindir alltaf til reiðu
- Tryggur forði til framtíðar
- Trygg jarðhitaréttindi til framtíðar
- Sjálfbær nýting auðlinda
- Varma ekki sleppt út í umhverfið með neikvæðum umhverfisáhrifum
Ábyrg nýting náttúrugæða
- Nýta varmann til fulls
- Rafmagn framleitt í pípunum
- Lágmarka orkunotkun kerfa
- Bakvatni ekki veitt í skólphluta fráveitu
- Bakvatni dælt aftur niður í jarðhitakerfin þegar við á
Öryggi - alltaf
- Aldrei sé unnið við heitt vatn undir þrýstingi eða fólk varið gegn bruna með öllum tiltækum ráðum
Skipulag Veitna
