Um fráveitu Veitna
Veitur annast uppbyggingu og rekstur fráveitu í Reykjavík, á Kjalarnesi, Akranesi, í Borgarnesi, á Bifröst, Hvanneyri, Varmalandi og í Reykholti. Þá er frárennsli frá Kópavogi, Mosfellsbæ, Seltjarnarnesi og hluta Garðabæjar hreinsað í hreinsistöðvum fráveitunnar við Ánanaust og Klettagarða.
Fráveitan veitir mikilvæga þjónustu sem enginn getur verið án en fæstir leiða hugann að í amstri dagsins.
Þjónustan er tvennskonar. Annars vegar söfnun og hreinsun skólps og hins vegar ofanvatns.
Fráveitukerfið á höfuðborgarsvæðinu.