Breytingar á innheimtu gjalda

17. janúar 2020 - 16:57

Um áramótin urðu breytingar hjá Veitum á innheimtu gjalda fyrir rafmagn og heitt vatn. Nú fá viðskiptavinir kröfu frá Veitum fyrir rafmagnsdreifingu og heitt vatn, en hún kom áður frá OR, móðurfélagi Veitna. Breytingin er gerð í þeim tilgangi að skýra betur fyrir viðskiptavinum okkar hvaðan þjónustan er keypt og fyrir hvað er verið að greiða. 

Á sama tíma var seðilgjald á rafrænum kröfum lækkað úr 114 kr. í 80 kr. Seðilgjald á heimsendum kröfum á pappír er 245 kr. Við hvetjum viðskiptavini okkar, sem fá slíka greiðsluseðla, til að spara pappír og peninga með því að afþakka þá og greiða kröfur með rafrænum hætti.

Orkureikningar geta virst flóknir við fyrstu sýn en það má finna gagnlegar upplýsingar um þá hér : https://www.veitur.is/orkureikningar

Hægt er að skoða kröfur, staka reikninga og notkunarupplýsingar á Mínum síðum á vefnum okkar.