Saga fráveitunnar loksins skráð
14. apríl 2021 - 16:04
Bókin CLOACINA – Saga fráveitu er nú komin út á vegum Veitna þar sem Guðjón Friðriksson sagnfræðingur rekur skólpsögu höfuðborgarinnar síðustu liðlega 100 árin. Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fékk bókina afhenta á þeim slóðum er forsíðumynd hennar er tekin sem er í námunda við hið fornfræga almenningssalerni í borginni, Núllið í Bankastræti. Forsíðumyndin sýnir opna skólprennu við hlið vatnsbrunns í Bankastræti.