Vegna vatnstjóns í Háskóla Íslands
21. janúar 2021 - 14:42
Veitur vinna nú hörðum höndum að því að greina hvað varð þess valdandi að hið mikla magn vatns flæddi inn í Háskóla Íslands í morgun. Starfsfólk Veitna var að störfum í nótt og ljóst er að eignatjón er umtalsvert en sem betur fer urðu engin slys á fólki.
Veitur harma atvikið og þær afleiðingar sem það hefur haft í för með sér fyrir nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands og aðra.
Veitur höfðu strax í morgun samband við rektor Háskóla Íslands og buðu fram alla þá aðstoð sem hægt er að veita í þessum erfiðu aðstæðum. Einnig hafa Veitur verið í góðu sambandi við aðra hagaðila.