Vegna vatnstjóns í Háskóla Íslands

21. janúar 2021 - 14:42

Veitur vinna nú hörðum höndum að því að greina hvað varð þess valdandi að hið mikla magn vatns flæddi inn í Háskóla Íslands í morgun. Starfsfólk Veitna var að störfum í nótt og ljóst er að eignatjón er umtalsvert en sem betur fer urðu engin slys á fólki.

Veitur harma atvikið og þær afleiðingar sem það hefur haft í för með sér fyrir nemendur og starfsfólk Háskóla Íslands og aðra.

Veitur höfðu strax í morgun samband við rektor Háskóla Íslands og buðu fram alla þá aðstoð sem hægt er að veita í þessum erfiðu aðstæðum. Einnig hafa Veitur verið í góðu sambandi við aðra hagaðila.

Stór kaldavatnsleki í Vesturbæ

21. janúar 2021 - 11:44

Rétt fyrir kl 1:00 í nótt kom upp stór kaldvatnsleki í lokahúsi vatnsveitu sunnan við aðalbyggingu Háskóla Íslands og lak mikið magn vatns inn í byggingar skólans. Lekinn uppgötvaðist í stjórnstöð vatns hjá Veitum þegar vart varð mikils þrýstingsfalls í dreifikerfi kalda vatnsins vestan Snorrabrautar. Lekinn var um 500l/s og stóð í 75 mínútur áður en náðist að loka fyrir, það runnu því út um 2250 tonn af vatni. Framkvæmdir hafa verið í gangi við endurnýjun vatnslagna á Suðurgötu og er lekinn talinn tengdur þeim.

Háhitadjúpdæla stórt framfaraskref í nýtingu jarðvarma

15. janúar 2021 - 12:47

Undanfarna mánuði hefur notkun háhitadjúpdælu í hitaveituborholu verið prófuð í Hveragerði. Er það í fyrsta skipti í heiminum sem slík dæla er notuð í svo heitum jarðhitavökva en búnaðurinn hefur verið þróaður og notaður í olíugeiranum. Hingað til hefur jarðhitavatni að 130°C verið dælt með hefðbundnum dælubúnaði hér á landi og erlendis þekkist að dælt sé vatni sem er allt að 160°C heitt. Með háhitadælunni munu Veitur nýta búnaðinn í enn heitara vatni eða allt að 180°C.

Hrefna nýr forstöðumaður hitaveitu hjá Veitum

13. janúar 2021 - 12:21

Hrefna Hallgrímsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður hitaveitu hjá Veitum en fyrirtækið er umfangsmest á því sviði hér á landi. 

Hrefna útskrifaðist með M.Sc í vélaverkfræði frá Háskóla Reykjavíkur árið 2013 og hefur starfað hjá Elkem Ísland síðustu 12 ár sem framkvæmdastjóri og leiðtogi.

Viðgerð lokið á bilaðri hitaveitudæla á Bakka

08. janúar 2021 - 15:10

Uppfært 9.1.21 kl:22:37  Viðgerð er nú lokið og ætti ástandið í Þorlákshöfn að vera komið í eðlilegt horf.  Viðgerð gekk betur og hraðar en áætlað hafði verið.  
 
 
Bilun hefur komið upp í dælu í annarri af tveimur borholum á Bakka þaðan sem heitu vatni er veitt til Þorlákshafnar. Skipta þarf um dælu og hefst vinna við það í dag og er áætlað að ný dæla verði komin í gagnið fljótlega eftir helgi gangi verkið vel. 

Vetrartittlingur sást við vatnsból Veitna í Gvendarbrunnum

05. janúar 2021 - 12:04

Gefin hefur verið út skýrslan Fuglar og önnur dýr á verndarsvæðum vatnsbóla Reykjavíkur og er þetta tuttugasta og fimmta árið sem skýrslan kemur út. Í henni er að finna yfirlit yfir fugla og spendýr sem sjást á brunnsvæðum Veitna í Heiðmörk og nágrenni þeirra, samantekt um fjölda milli ára, flækinga sem sjást og yfirlit fyrir hvert ár síðan 1998. Í ár bar það helst til tíðinda að vetrartittlingur sást á eftirlitsmyndavélum Veitna við Gvendarbrunna í lok nóvember en það er aðeins í annað skipti sem fugl af þeirri tegund sést hér á landi svo vitað sé. Hann er N-amerískur flækingur.

Leki kom að Deildartunguæð

04. janúar 2021 - 16:00

Í gærkvöldi kom leki að Deildartunguæð en lögnin flytur heitt vatn frá Deildartungu til Akraness, Borgarness og nærsveita. Talið er að bilunin tengist rafmagnstruflunum í kerfi RARIK á Vesturlandi sem hófust um kl. 22:00 og höfðu þau áhrif að allar dælustöðvar hitaveitunnar á Vesturlandi stöðvuðust. 

Hitaveitukerfið stóðst kuldakastið

08. desember 2020 - 10:43

Nú þegar mesta kuldakast síðastliðinna ára er gengið yfir landið vilja Veitur þakka fyrir skilning og góð viðbrögð almennings og fyrirtækja við ábendingum um að spara heita vatnið á meðan á kuldunum stóð.

Betri nýting heita vatnsins skilar sér með ýmsum hætti; í hagkvæmari rekstri hitaveitunnar, í buddum viðskiptavina og ekki síst í enn ábyrgari notkun á þeirri dýrmætu auðlind sem jarðhitinn er.