Leki í Reykjaæð 2

19. október 2020 - 12:44

Leki er kominn að Reykjaæð 2 þar sem hún liggur undir Úlfarsfelli við Vesturlandsveg í Mosfellsbæ. Reykjaæð 2 er önnur af tveimur stofnlögnum hitaveitu sem flytja heitt vatn frá jarðhitasvæðum í Mosfellsbæ til Reykjavíkur. 

Trítlateljarar - Veitur nýta nýja tækni til mælinga á örverum í neysluvatni

24. september 2020 - 12:44

Veitur hafa tekið í notkun sjálfvirkar frumuflæðissjár sem gefa samfellda sýn á magn örvera og breytingar á fjölda örvera í neysluvatni. Mælitækið, sem kallað hefur verið trítlateljari innanhúss hjá Veitum, er þróað af Sigrist Photometer AG í Sviss og var tilnefnt til nýsköpunarverðlauna á tækni- og nýsköpunarviðburðinum AquaTech í lok árs 2019. Það er hið eina sinnar tegundar sem framkvæmir sjálfvirkt allt ferli frumuflæðimælingar, þ.e. allt frá sýnatökunni sjálfri og að veflausnum sem sjá um miðlun á niðurstöðum greininga til notandans.

Jarðborinn Nasi ræstur í Bolholti

06. september 2020 - 13:02

Í vikunni munu framkvæmdir á lóð Veitna við Bolholt 5 í Reykjavík hefjast formlega þegar jarðborinn Nasi verður settur í gang. Um er að ræða vinnu við eina gjöfulustu heitavatnsborholu Veitna sem hefur þjónað borgarbúum frá árinu 1963.

Nú er svo komið að þrenging er í holunni og hrun sem veldur því að dregið hefur úr afköstum hennar. Því er nauðsynlegt að fara í framkvæmdina til að rýma, hreinsa og fóðra holuna áður en hún verður endurvirkjuð fyrir næsta vetur.

Brennisteinslykt vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun - viðgerð lokið

28. ágúst 2020 - 15:24

Vegna bilunar í Hellisheiðarvirkjun jókst styrkur brennisteinsvetnis í heitu vatni á ákveðnum svæðum á höfuðborgarsvæðinu í dag. Búið er að finna bilunina sem varð þess valdandi að styrkur brennisteinsvetnis í heita vatninu jókst lítillega.

Svæðin sem um ræðir eru: Grafarholt, Norðlingaholt, Seláshverfi, Breiðholt, Kópavogur utan Lundarhverfis, Garðabær, þ.m.t. Álftanes, Hafnarfjörður og sumarbústaðarhverfi í Miðdalslandi (sjá meðfylgjandi kort).

Viðgerð á heitavatnslögn í Hafnarfirði

22. ágúst 2020 - 15:20

Í gær varð bilun í heitavatnslögn í Hafnarfirði sem olli töluverðum leka. Þessi bilun varð til þess að loka þurfti fyrir heitt vatn á hluta Hafnarfjarðar. Til þess að klára viðgerðina þurfti að auki að loka á heitt vatn á Álftanesi og hluta Garðabæjar seinna um kvöldið. Viðgerð lauk um kl 2.45 í nótt en áhleyping vatns á lögnina var gerð í hlutum og kl 5.30 voru allir íbúar komnir með fullan þrýsting á heita vatnið.

Luku tengivinnu átta tímum á undan áætlun

18. ágúst 2020 - 19:13

Þessa stundina er verið að hleypa heitu vatni aftur á þau hverfi höfuðborgarsvæðisins sem hafa verið heitavatnslaus frá því í nótt. Framkvæmdir hafa gengið vonum framar og lauk þeim ríflega átta klukkustundum á undan áætlun. Ráðgert var að hefja áhleypingu um kl. 02:00 í nótt og að allir væru komnir með heitt vatn kl. 9 í fyrramálið. Nú lítur út fyrir að sú verði raunin fyrir miðnætti. Um er að ræða eina umfangsmestu hitaveitulokun á vegum Veitna. 

Öryggiskeilan Finnur kynnir nýja Framkvæmdasjá Veitna

15. júlí 2020 - 16:01

Viðskiptavinir Veitna geta nú skoðað stærri framkvæmdir fyrirtækisins á nýrri framkvæmdasjá á vefnum. Markmiðið með nýrri framkvæmdasjá er að auka upplýsingagjöf, ekki síst til þeirra sem verða fyrir raski af völdum framkvæmda við veitukerfin sem aldrei hafa verið eins umfangsmiklar og í sumar. Í framkvæmdasjánni má finna upplýsingar um hvað verið er að gera, hvenær verkin hefjast, áætluð verklok, umfang og ábyrgðaraðila vilji fólk koma á framfæri athugasemdum.

 

Endurspeglum mannlífið á Tryggvagötu

10. júlí 2020 - 16:03

Framkvæmdir á vegum Veitna og Reykjavíkurborgar á Tryggvagötu ganga vel. Jarðvinna er í fullum gangi og búið er að grafa allt áfangasvæðið í fyrsta áfanga upp eða fyrir framan Tollhúsið og Naustin. Fornleifafræðingar og starfsfólk hefur verið á vettvangi og fundist hefur gamall sjóvarnargarður fyrir framan Tollhúsið. Hægt verður að varðveita hann að hluta undir nýja torginu í götunni. Annar hluti garðsins var illa farinn en var mældur upp og skrásettur.