Fylgst með ástandi strandsjávar vegna lokunar hreinsistöðvar

28. október 2021 - 11:33

Viðhald á hreinsistöð fráveitu við Ánanaust gengur samkvæmt áætlun en það hófst 20. október og stendur yfir í þrjár vikur. Eins og búast mátti við mælist mengun við strendurnar í kringum Ánanaustin yfir viðmiðunarmörkum en ástand sjávar við Skerjafjörð og Nauthólsvík er eðlilegt enn sem komið er.

Allt að 10,7% lækkun á tengigjöldum heimlagna

27. október 2021 - 12:54

Veitur munu lækka gjaldskrá fyrir tengingar heimlagna til nýrra viðskiptavina hitaveitu, rafveitu og vatnsveitu. Lækkunin nemur frá 2,2% til 10,7%. Breytingin tekur gildi í byrjun desember. 

Nýja gjaldskráin felur í sér 8% lækkun á tengingum hitaveituheimlagna, tenging vatnslagna lækkar um 10% og rafmagns um 2,2% - 10,7% en þar eru gjöld mismunandi eftir stærð tenginga. 

Nýtt „trompet“ tengt hreinsistöð fráveitu við Ánanaust

19. október 2021 - 11:39

Á morgun, miðvikudaginn 20. október, verður hreinsistöð skólps við Ánanaust tekin úr rekstri vegna viðhalds. Stöðin verður óstarfhæf í u.þ.b. þrjár vikur. Skólpið verður grófhreinsað áður en því er veitt í sjó.

Sérhannað hús fyrir veiturekstur á Suðurlandi

01. október 2021 - 15:13

Veitur hafa tekið í notkun nýja aðstöðu fyrir umfangsmikla starfsemi sína á Suðurlandi. Nýja byggingin, sem er í Vorsabæ 9 í Hveragerði, gjörbyltir aðstöðu starfsfólks sem býr og starfar á Suðurlandi enda er það sérhannað fyrir veiturekstur. 

Heildarstærð hússins er er 446 m2  sem skiptist í skrifstofuhluta og verkstæðishluta, allt á einni hæð.  Í skrifstofuhlutanum eru skrifstofur, vinnuherbergi  og fundaraðstaða auk kaffiaðstöðu fyrir starfsfólk og búningsherbergja.  Verkstæðishlutinn skiptist í lager og almennt verkstæði með loftræstiklefa, tæknirými og inntaksrýmum.  

Rafveita Veitna vel búin til að rafvæða Strætó

30. september 2021 - 11:10

-Strætó hyggst fjölga rafmagnsvögnum
-Lítil þörf á að styrkja rafdreifikerfið vegna uppbyggingar hleðslukerfis
-Auðvelt að tengja verulegt hleðsluafl víða í leiðarkerfinu
-Rafvæðing Strætó minnkar losun um 9.000 tonn CO2 ígilda

Hitaveituvæðing Grundarfjarðar með fjarvarmaveitu til skoðuna

24. september 2021 - 10:24

Veitur og bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar skoða nú hvort mögulegt sé að hitaveituvæða Grundarfjarðarbæ með fjarvarmaveitu. Samstarfið, sem hófst í byrjun árs 2021, felst í forhönnun og fýsileikakönnun á hitaveituvæðingu bæjarins með varmadælum þar sem varminn yrði sóttur bæði úr umhverfinu og í glatvarma frá fyrirtækjum í Grundarfirði. Er það nýjung á Íslandi en vel þekkt í hringrásarhagkerfum erlendis.

Glæsileg starfsstöð Veitna á Vesturlandi tekin í notkun

23. september 2021 - 15:53

Ný starfsstöð Veitna við Lækjarflóa á Akranesi var opnuð formlega í dag. Nýja byggingin er um 1000 fm að stærð og gjörbyltir allri vinnuaðstöðu starfsfólks á Vesturlandi en það hefur undanfarin fjögur ár unnið í skrifstofurými í gámum eftir að mygla kom upp í húsnæði þess.

Siðareglur birgja OR-samstæðunnar kynntar

14. september 2021 - 15:09

Orkuveita Reykjavíkur hefur gefið út siðareglur sem vænst er að birgjar fyrirtækjanna í OR-samstæðunni staðfesti að þeir fylgi. Siðareglurnar eru gefnar út í samræmi við áherslur OR í samfélagsábyrgð og forgangsröðun Heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna í starfseminni.

Styðja Heimsmarkmið SÞ