Fréttir af okkur

Vísindadagur 2019

Olgeir Gunnsteinsson flytur erindi um jarðsjá

Þörungagæjar, vetnisframleiðsla, kafdróni og jarðsjá

Apríl 2019

Þetta og margt fleira var til umfjöllunar á Vísindadegi OR samstæðunnar þann 4. apríl sl. í Hörpu. OR samstæðan býður uppá starfstækifæri fyrir hugmyndaríkt og leiðandi vísindafólk úr margvíslegum fræðigreingum.

Árlega, á Vísindadeginum okkar, opnum við dyrnar og segjum öllum áhugasömum, samstarfsfólki og almenningi frá því sem hæst ber í nýsköpun, tækniþróun og vísindastarfi sem unnið er að í fyrirtækjunum okkar.

Kíktu endilega á upptöku frá Vísindadeginum til að kynnast betur því gróskumikla vísindastarfi sem hér er unnið.

 

Iðnir og tækni hópur 2018

Iðnir og tækni hópurinn, haustið 2018

Metnaður og stolt fyrir iðngreinum

September 2018

Veitur eru virkur aðili að Iðnum og tækni, samstarfsverkefni OR og Árbæjarskóla, þar sem nemendum gefst kostur á að kynnast iðn- og tæknistörfum í þeim tilgangi að vekja áhuga beggja kynja á þeim tækifærum sem iðn- og tækninám hefur upp á að bjóða.

Stór hluti af verkefnum Veitna krefjast þekkingar starfsfólks með iðn- og tæknimenntun. Við viljum auka hlutfall fólks sem velur sér iðngreinar að starfi og bjóðum því nemasamninga I ýmsum greinum. Við leggjum sérstaka áherslu á jafnrétti kynjanna og því er hlutfall nemasamninga jafnt milli kvenna og karla.

Sumarstarfsfólk

Sumarstarfsfólk

Fræðslu- og skemmtidagur sumarstarfsfólks

Júní 2018

Hinn árlegi fræðslu- og skemmtidagur sumarstarfsfólks var haldinn í júní. Þar hittist sumarfólkið okkar og átti saman saman góða stund. Fyrir hádegi var dagskrá fræðsluerinda þar sem fólk fræddist um sögu Orkuveitusamstæðunnar, CarbFix verkefnið og bindingu koltvísýrings í jörðu, áherslur samstæðunnar til að fjölga iðn- og tæknimenntuðu fólki ásamt því að rætt var um þjónustustefnu samstæðunnar og hvaða leiðum er beitt við að ná til viðskiptavina okkar. Dagskránni lauk með áhugaverðu erindi um #metoo og aðgerðir OR samstæðunnar í kjölfar þess. Eftir hádegi lét sumarstarfsfólkið rigninguna ekki á sig fá heldur skundaði í Hljómskálagarðinn og lét reyna á samvinnuhæfni, lipurð og gleði undir styrkri stjórn skátanna.

Sumarstarfsfólk OR samstæðunnar starfar við ýmis verkefni, m.a. garðyrkju, landgræðslu og fjölbreytt verkefni háskólanema sem tengjast starfsemi OR og dótturfélaga.

#metoo

#metoo vinnustofur

Apríl 2018

Í apríl eru haldnar #metoo vinnustofur þar sem allt starfsfólk OR samstæðunnar hittist og ræðir opinskátt um viðfangsefnið; hvernig viljum við hafa þetta og hverju þurfum við að breyta?

Vinnustofurnar standa ennþá yfir en þegar eru komnar góðar hugmyndir sem unnið verður nánar með í maí. Viðfangsefni #metoo snúast um menningu sem við sem samfélag erum öll partur af, og það er því mikilvægt fyrir okkur að skapa vettvang til að ræða hlutina.

Vísindadagur 2018

Vísindadagur OR samstæðunnar

Mars 2018

Hinn árlegi Vísindadagur OR samstæðunnar fór fram í Hörpu á pí-daginn, 14. mars, sem jafnframt er fæðingardagur Alberts Einstein og dánardagur Stephen Hawking. Erindin voru fróðleg og skemmtileg og gestir fjölmargir.

Sjá upptöku frá Vísindadegi OR 2018.

Framadagar 2018

Veitur á Framadögum

Febrúar 2018

Framadagar 2018 voru nýverið haldnir í HR þar sem háskólanemum gafst tækifæri að kynna sér framtíðarmöguleika á vinnumarkaði. Veitur voru á staðnum, ásamt öðrum fyrirtækjum OR samstæðunnar, og sýndi áhugasömum nemum vinnustaðinn okkar í sýndarveruleika. Einnig buðum við upp á gott kaffi og stöldruðu margir við og spjölluðu við starfsfólk okkar sem kynnti samstæðuna sem eftirsóknarverðan framtíðarvinnustað. Sjá myndband frá Framadögum 2018.

Kynbundinn launamunur

Desember 2017

Óútskýrður kynbundinn launamunur hjá OR og dótturfélögunum mælist nú 0,29% konum í hag. Mælingin, sem byggð er á launagreiðslum fyrir desembermánuð, er önnur mælingin sem sýnir muninn á þennan veg. Í nóvember var munurinn í fyrsta sinn konum í vil og mældist þá 0,20%.

Stefna OR og dótturfélaganna – Veitna, Orku náttúrunnar og Gagnaveitu Reykjavíkur – hefur verið að útrýma kynbundnum launamun. Hann hefur verið talinn innan tölfræðilegra skekkjumarka frá árinu 2015 og hafa fyrirtækin hlotið gullmerki jafnlaunaúttektar PwC frá þeim tíma.

 
Iðnir & tækni - eldsmiðja

Iðnir & tækni

Desember 2017

Haustönn Iðna og tækni, samstarfsverkefnis OR samstæðunnar og Árbæjarskóla, er nú lokið og gekk önnin virkilega vel. Starfsfólk Veitna hefur verið með nemendur í verklegri kennslu og náði önnin hápunkti í Elliðaárdal þar sem nemendur kynntust eldsmiðju, gömlu rafstöðinni, loftlínu og götuljósunum.

Sjónvarpsþátturinn Landinn kom í heimsókn og ræddi við nemendur og starfsfólk Veitna. Umfjöllunin hefst á mínútu 08:00.

veitufedur.jpg

Breyttur vinnutími - stórt skref í jafnréttismálum

Nóvember 2017

Þann 16. nóvember 2017 urðu þáttaskil í jafnréttismálum hjá starfsmönnum vinnuflokka Viðhaldsþjónustu Veitna þegar vinnutíma þeirra var breytt. Hér eftir munu þeir að jafnaði hefja störf klukkan 8.20 og ljúka þeim um klukkan 16.15. Þessi breyting er seinni hluti vegferðar sem fyrirtækið hóf fyrir nokkrum árum og miðaði að því að gera vinnudag Viðhaldsþjónustu, sem þá var 10 tímar, fjölskylduvænan.

Nánari upplýsingar í frétt um breyttan vinnutíma.

namskeid_um_haettur_og_orsakir_slysa.jpg

Sí- og endurmenntun starfsfólks

Nóvember 2017

Það er nauðsynlegt að sinna sí- og endurmenntun reglulega. Meðal fræðsluviðburða í nóvember var námskeið um hættur og orsakir slysa í lokuðum rýmum. Farið var yfir undirbúning vinnu í lokuðum rýmum og verklegar æfingar í notkun búnaðar. Farið var yfir öryggismál og félagabjörgun æfð. 

Á myndinni eru þátttakendur á námskeiðinu "Lokuð rými" þar sem farið er yfir öryggismál sem snúa að vinnu í lokuðum rýmum og félagabjörgun.

Bleikur dagur

Bleikur dagur

Október 2017

Bleiki dagurinn var haldinn hátíðlegur 13. október sl. og sýndi starfsfólk Veitna samstöðu og hafði bleikt í fyrirrúmi. Öryggisbúnaður dagsins var bleikur og vakti starfsfólk um leið athygli á árvekniátaki Bleiku slaufunnar og baráttunni gegn krabbameini hjá konum. 

Samstæðudagurinn

Samstæðudagurinn

Október 2017

Þann 30. september sl. héldum við samstæðudaginn okkar. Markmið dagsins var að efla samstæðumenningu og horfa til þess að við erum ein fjölskylda. Dagurinn var frábær og endaði svo um kvöldið í Hörpu þar sem samstæðan hélt árlega árshátíð.

Á myndinni stýrir Magnús Magnús Magnússon starsfólki OR samstæðunnar í víkingaklappi.

Matarsóun

Október 2017

Áætlað er að rúmlega 5% af árlegri heildarlosun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi megi rekja til matarsóunar. Frá því í vor hefur OR samstæðan verið með átak um að minnka matarsóun, en við settum okkur markmið að fara úr því að sóa 20 kg á dag í 16 kg á dag. Það tókst og vel það - fórum niður í 13,5 kg og fögnuðum við þeim áfanga með glæsilegri matarveislu í september sl.

Við erum alls ekki hætt og samkvæmt loftslagsmarkmiðum OR til ársins 2020 stefnum við að því að minnka matarsóun um 40%. Það þýðir 12 kg á dag og stefnum við ótrauð að því að ná því markmiði fyrir áramót. 

Vistvænar samgöngur

Vistvænar samgöngur

September 2018

Orkuveita Reykjavíkur og dótturfélög hlutu Samgönguviðurkenningu Reykjavíkurborgar árið 2017. Undanfarin fimm ár hefur dregið jafnt og þétt úr notkun starfsfólks á einkabílum knúnum jarðefnaeldsneyti og notkun starfsmanna á reiðhjólum, rafhjólum og rafbílum hefur aukist. Ýmislegt er í boði fyrir þá sem vilja ferðast með vistvænum hætti til vinnu. Mánaðarlegur og skattfrjáls samgöngustyrkur, afsláttur af strætókorti, vaxtalaust lán til kaupa á hjóli, hvort sem um er að ræða hefðbundið hjól eða rafhjól. Einnig getur starfsfólk fengið lánað rafhjól til að prófa, eina viku í senn. 

Iðnir & tækni haustið 2017

Fjölbreytt nám í Iðnum og tækni í vetur

September 2017

Iðnir og tækni, sem er samstarfsverkefni OR samstæðunnar og Árbæjarskóla, er nú starfrækt þriðja veturinn í röð. Verkefnið hefur það markmið að vekja áhuga nemenda á iðn- og tæknistörfum og kynna þeim þau fjölbreyttu störf og starfstækifæri sem iðn- og tækninám hefur upp á að bjóða. Námið er fjölbreytt og byggir á fræðslu, vettvangsferðum og verklegum æfingum. Margir starfsmenn Veitna og annarra dótturfyrirtækja OR hafa komið að kennslunni undanfarin ár og munu í vetur miðla efninu af áhuga og þekkingu.
Heimasíða verkefnisins.

Fræðslu- og skemmtidagur sumarstarfsfólks 2017

Fræðslu- og skemmtidagur sumarstarfsfólks

Júní 2017

Fræðslu- og skemmtidagur sumarstarfsfólks var haldin í þriðja sinn í ár og hefur þann tilgang að bjóða fólk velkomið, fræða um ýmsa þætti í starfsemi OR samstæðunnar, hafa gaman og kynna enn betur hvað samstæðan er eftirsóknarverður vinnustaður.

Lið Veitna í WOW Cyclothon 2017

WOW Cyclothon

Júní 2017

Starfsfólk hefur einnig verið virkt í að taka þátt í ýmsum viðburðum, t.d. tók lið frá Veitum þátt í WOW Cycloton sem fram fór í lok júní. 

Lið Veitna komið í mark í WOW Cyclothon 2017.

ORkuleikar 2017 - Brennólið Veitna

ORkuleikarnir

Maí 2017

Þar sem starfsfólk OR samstæðunnar keppti í ýmsum greinum á borð við brennó og stígvélakast. Góður rómur var gerður að leikunum, en tilgangurinn var að styrkja tengsl starfsfólks þvert á fyrirtæki samstæðunnar. 

Á myndinni má sjá Veitur 2 sem gerði sér lítið fyrir og sigraði brennómótið.

Veitur - kona í Veitubíl

Þróun iðn- og tæknigreina er okkur hjartans mál

Mars 2017

Við meinum það þegar við segjum að þróun iðn- og tæknigreina sé okkur hjartans mál, sérstaklega hvað varðar þáttöku kvenna. 

Vorið 2017 munu alls níu iðnnemar hefja störf hjá OR samstæðunni; 5 konur og 4 karlar. Af þeim munu tveir vélvirkjar og tveir rafvirkjanemar fá starfsnám undir handleiðslu hjá Veitum; 2 konur og 2 karlar.

Eldvarnanámskeið í

"Fræðslufebrúar"

Mars 2017

Við leggjum mikla áherslu á að starfsfólk okkar fái tækifæri til að vaxa og þroskast í starfi. Sem dæmi voru haldin yfir 20 námskeið í “Fræðslufebrúar” Veitna þar sem hefðbundin vinna var sett til hliðar um stund og vöxtur, þroski og góð samvera sett í algeran forgang.

Á myndinni má sjá starfsfólk Veitna á eldvarnanámskeiði í "Fræðslufebrúar".