Aukið magn blautklúta í fráveitu

19. mars 2020 - 13:48

Gríðarlegt magn af rusli berst nú í hreinsistöðvar fráveitu Veitna í Klettagörðum og í Ánanaustum. Svo virðist sem magn blautklúta, sem hent er í salerni, hafi aukist margfalt undanfarna daga og skapar það mikið álag á allan búnað hreinsistöðva og starfsfólk. Mikil vinna og kostnaður felst í því að hreinsa dælur og farga ruslinu og þegar álag er mikið aukast líkur á bilunum í búnaði með tilheyrandi afleiðingum.

Breytingar á hæð vatnsborðs í Elliðavatni

28. febrúar 2020 - 18:27

Vegna framkvæmda Veitna neðst í Elliðaárdal var vatnsborð Elliðavatns lækkað of mikið og fór það niður fyrir viðmiðunarmörk 19. febrúar síðastliðinn. Brugðist hefur verið við þessum mistökum og gert er ráð fyrir að yfirborð vatnsins verði aftur komið upp fyrir mörkin á næstu dögum. Viðmiðunarmörkin eru að vatnshæð Elliðavatns fari ekki undir 76,40 metra hæð yfir sjávarmáli en hún fór niður í 76,03.

Veitur hafa upplýst hagaðila og Hafrannsóknarstofnun er að kanna hugsanleg áhrif þessa á lífríki vatnsins.

Dagleg notkun á neysluvatni um 140 lítrar

03. febrúar 2020 - 13:49

Í nýútkominni skýrslu, Heimilisnotkun á neysluvatni, kemur í ljós að dagleg notkun á neysluvatni í nýlegum íbúðahverfum á höfuðborgarsvæðinu sé að jafnaði nálægt 140 L á hvern íbúa. Þrátt fyrir að hvati til vatnssparnaðar hérlendis hafi ekki verið eins mikill og í mörgum meginlöndum Evrópu, þá sýna mælingar engu að síður að neysluvatnsnotkun íbúa á höfuðborgarsvæðinu hefur á undanförnum áratugum verið nokkuð nálægt því sem lægst var Evrópu árið 2004, eða á bilinu 120 til 170 l á íbúa á dag.

Þjónustuöryggi rafveitu, hitaveitu og vatnsveitu gott árið 2019

24. janúar 2020 - 13:31

Frammistaða Veitna í afhendingu á rafmagni, heitu og köldu vatni var prýðileg árið 2019. Áreiðanleiki veituþjónustu er mældur með því að deila samanlögðu umfangi þeirra fyrirvaralausu truflana sem verða á hverju ári niður á hvern notanda. Fylgst hefur verið með afhendingaröryggi rafmagns um árabil en Veitur hafa þróað verklag til að mæla áreiðanleika þjónustu annarra veitukerfa. Áreiðanleikastuðull upp á 100% þýðir að engin fyrirvaralaus truflun varð á rekstri viðkomandi veitu.
 

Lítið af örplasti í neysluvatni

22. janúar 2020 - 08:12

Afar lítið örplast finnst í neysluvatni frá vatnsveitum Veitna þrátt fyrir að vitað sé að örplast er að finna í töluverðu magni í umhverfinu. Það sýnir ný óháð rannsókn gerð af ReSource International ehf. (RI) sem staðið hefur yfir sl. ár. Í rannsókninni var einnig skoðað vatn frá vatnsveitum HS Orku og Norðurorku.

Breytingar á innheimtu gjalda

17. janúar 2020 - 16:57

Um áramótin urðu breytingar hjá Veitum á innheimtu gjalda fyrir rafmagn og heitt vatn. Nú fá viðskiptavinir kröfu frá Veitum fyrir rafmagnsdreifingu og heitt vatn, en hún kom áður frá OR, móðurfélagi Veitna. Breytingin er gerð í þeim tilgangi að skýra betur fyrir viðskiptavinum okkar hvaðan þjónustan er keypt og fyrir hvað er verið að greiða. 

Staðall fyrir rafræn reikningsviðskipti

16. janúar 2020 - 15:23

Veitur munu á næstunni taka upp EN16931 staðalinn fyrir rafræn reikningsviðskipti. Staðallinn er samevrópskt verkefni og innleiðing hans hjá Veitum, Reykjavíkurborg, nokkrum sveitarfélögum og stofnunum hér á landi er styrkt af Evrópusambandinu.

Markmiðið með staðlinum er að hægt verði að senda rafræn viðskiptaskeyti á milli allra aðila, yfir landamæri og án tæknilegra hindrana. Gert er ráð fyrir að staðlinum fylgi aukin sjálfvirkni í bókun reikninga þar sem þeir munu allir innihalda annað hvort pantananúmer eða tilvísunarnúmer frá kaupanda.

Breytingum á afsláttarkjörum frestað

02. janúar 2020 - 16:39

Stjórn Veitna hefur ákveðið að fresta gildistöku breytinga á afsláttarkjörum viðskiptavina Veitna vegna kaupa á heitu og köldu vatni. 

Þau fyrirtæki og stofnanir sem breytingin hefði haft áhrif á fengu tilkynningu þess efnis í upphafi árs 2019 og var þeim gefin aðlögunartími til 1. janúar 2020. Í millitíðinni náðist víðtæk sátt á vinnumarkaði með svokölluðum lífskjarasamningi. Í kjölfarið gaf Samband íslenskra sveitafélaga út yfirlýsingu þar sem mælst var til þess við sveitafélög að þau hækkuðu ekki gjaldskrár sínar um meira en 2,5% á árinu 2020.