Borhola í Geldinganesi örvuð næstu daga

11. október 2019 - 10:20

Veitur munu á næstu dögum hefja örvun borholu í Geldinganesi í samræmi við  áætlanir um að þróa nesið sem vinnslusvæði jarðhita fyrir hitaveituna í Reykjavík. Holan var boruð haustið 2001 en hefur ekki gefið nægt vatn til að rétt þætti að tengja hana hitaveitunni. Smáir jarðskjálftar geta fylgt örvuninni.

Veitulagnir lagðar undir Elliðaárnar í vetur

10. október 2019 - 11:36

Á næstu dögum verður hafist handa við að sameina lagnaleiðir veitulagna í Elliðaárdal. Nú liggja lagnir af ýmsu tagi víða um dalinn en með framkvæmdunum nú munu stofnæðar vatnsveitu og hitaveitu auk rafmagns- og fjarskiptastrengja liggja samhliða undir Elliðaárnar í grennd við núverandi hitaveitustokk, neðst í dalnum.

Aftur óstaðfestur grunur um gerla í Grábrókarveitu

10. október 2019 - 11:32

Í morgun kom aftur upp grunur um gerlamengun í neysluvatni frá vatnsbóli Veitna í Grábrókarhrauni. Vatnsbólið þjónar Borgarnesi, Bifröst og Varmalandi auk fjölda sumarhúsa og nokkurra lögbýla í Borgarfirði.

Þótt aðeins sé um grun að ræða mælast Veitur til þess að notendur á þessu svæði sjóði neysluvatn í öryggisskyni fram í miðja næstu viku. Þá verður kominn upp lýsingarbúnaður sem tryggir öryggi vatnsins. Sjóða þarf neysluvatn í að minnsta kosti eina mínútu.

Lokanir á umferð um Tunguháls á milli Bæjarháls og Hraunbæjar

10. október 2019 - 10:55

Frá og með 14. október n.k. þarf að loka fyrir umferð um Tunguháls á milli Bæjarháls og Hraunbæjar vegna lagnavinnu.

Lokunin hefur áhrif á flæði umferðar um hringtorgið á þessum gatnamótum en hjáleið verður um Bæjarbraut.

Lokunin stendur yfir í einn mánuð.

Ekki lengur þörf á suðu neysluvatns í Borgarnesi

04. október 2019 - 11:55

Endurtekin sýnataka úr vatnsbóli Veitna í Grábrókarhrauni hefur leitt í ljós að ekki er e-coli mengun í neysluvatninu. Heilbrigðiseftirlit Vesturlands telur því ekki lengur þörf á að sjóða vatnið. Veitusvæðið sem vatnsbólið í Grábrókarhrauni þjónar nær til Borgarness, Bifrastar og Varmalands auk fjölda sumarhúsa og nokkurra lögbýla í Borgarfirði.

Óstaðfestur grunur um E. coli mengun í vatni frá vatnsbóli í Grábrókarhrauni

03. október 2019 - 13:04

Grunur er um E. coli mengun í neysluvatni frá vatnsbóli Veitna í Grábrókarhrauni. Vatnsbólið þjónar Borgarnesi, Bifröst og Varmalandi auk fjölda sumarhúsa og nokkurra lögbýla í Borgarfirði. Hvort raunveruleg mengun er á ferðinni getur skýrst fyrir hádegi á morgun, föstudag.

Þótt aðeins sé um grun að ræða mælast Veitur til þess að notendur á þessu svæði sjóði neysluvatn í öryggisskyni þangað til önnur tilmæli berast. Sjóða þarf neysluvatn í að minnsta kosti eina mínútu.

Opnað fyrir umferð um hringtorgið á Bæjarhálsi

27. september 2019 - 15:01

Nú hefur verið opnað fyrir umferð um hringtorgið á Bæjarhálsinum. En til að halda áfram með verkið þurfum við að loka fyrir umferð í aðra áttina, frá vestri til austurs, um Bæjarháls, milli Bæjarbrautar og Stuðlaháls.

Hjáleið um Lyngháls og Tunguháls verður vel merkt, hana má einnig sjá á meðfylgjandi mynd.

Vinsamlegast nýtið merkta hjáleið svo umferð í íbúðahverfinu aukist ekki. Við vonum að óþægindin sem þetta skapar verði sem minnst.