Verðskrár fylgja lífskjarasamningum

01. janúar 2020 - 11:36

Stjórn Veitna hefur ákveðið að verðskrár Veitna fylgi lífskjarasamningum og hækkar því verð fyrir heitt og kalt vatn, raforkudreifingu og fráveitu um 2,5% þann 1. janúar 2020. Engin hækkun verður á notkunargjöldum fyrirtækja fyrir kalt vatn.  

Tilkynningar- og greiðslugjald lækkar úr 114 kr. í 80 kr. og gjald fyrir innheimtuviðvörun úr 950 kr. í 800 kr.

Veitur senda aðstoð norður í land

12. desember 2019 - 13:14

Veitur hafa sent liðsauka norður í land þar sem RARIK og Landsnet vinna hörðum höndum við að koma flutningi og dreifingu rafmagns í samt lag eftir óveðrið sem geysað hefur undanfarna daga. 

Í nótt var ekið af stað með tvær varaaflsstöðvar en þær framleiða rafmagn og verða tengdar inn á rafdreifikerfið á Dalvík. Í morgun fór svo okkar vanasta loftínufólk norður. Þau munu aðstoða við að koma Dalvíkurlínu 1 í rekstur og þannig koma rafmagninu á Dalvík í lag. 

Aukin lýsing vatns frá vatnsbólum í Heiðmörk

05. desember 2019 - 09:35

Veitur hafa sett upp búnað til að lýsa hluta þess kalda vatns sem íbúar borgarinnar fá úr vatnsbólunum í Heiðmörk. Með því eru örverur, sem geta borist í vatnsbólin, gerðar óvirkar áður en vatninu er veitt út í dreifikerfið. Vatn úr borholum á svokölluðu neðra svæði vatnstökusvæðisins í Heiðmörk fer í gegnum lýsingarbúnaðinn.

Mosaflísar verðlaunaðar

28. nóvember 2019 - 14:40

Í dag voru veitt verðlaun fyrir MeMa - Nýsköpunarhraðal framhaldsskólanna en Veitur eru einn af aðalstyrktaraðilum verkefnisins sem miðar að því að nýta sköpunarkraft ungs fólks til að takast á við áskoranir framtíðarinnar. Í ár fólst áskorunin í því að búa til frumgerð vöru sem nýtist þegar tekist er á við áskoranir í loftslagmálum sem er eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna.

Kröfur sem gerðar eru til þeirra hugmyndar og frumgerðar sem hlýtur verðlaunin er að hún sé líkleg til að hafa jákvæð áhrif á loftslagsmál og eigi möguleika á því að vera innleidd eftir frekari þróun.

Hitaveituvatn í regnsvatnslagnir

25. nóvember 2019 - 14:06

Nú standa yfir prófanir á losun bakvatns hitaveitu í regnvatnslagnir fráveitu í Árbæ. Tilgangur tilraunanna er að meta hversu mikið af vatni, sem farið hefur í gegnum hitaveituna í hverfinu, er óhætt að losa án þess að hitastig í viðtaka breytist. Losunarstaðir vatnsins eru á 16 stöðum sem allir leiða út í annað hvort Elliðaár eða Grafarvog.

Innviðir fyrir umhverfisvænni samgöngur í Garðabæ

19. nóvember 2019 - 12:55

Veitur og Garðabær hafa gert með sér samkomulag um uppbyggingu innviða fyrir hleðslu rafbíla í bænum. Markmiðið er að koma upp hleðslubúnaði fyrir rafbíla þeim til afnota sem síður geta  komið slíkum búnaði upp heima fyrir og starfsfólki Garðabæjar.  Innviðir fyrir hleðslubúnaðinn verða byggðir upp á fjórum stöðum í landi Garðabæjar eða á lóðum tengdum stofnunum sveitarfélagsins og er áætlað að þeir verði tilbúnir á næsta ári. Þeir staðir sem um ræðir eru Ásgarður, Akrar, Sjálandsskóli og Hofsstaðaskóli.

Ný dæla sett í borholu í Kaldárholti - lokað fyrir heitt vatn

18. nóvember 2019 - 16:25

Í dag og á morgun vinnum við að því að koma niður afkastameiri dælu í aðra borholuna í Kaldárholti. Notkun á heitu vatni hefur verið meiri en búist var við miðað við veðurspá og því höfum við þurft að grípa til þess ráðs að loka fyrir heita vatnið á ákveðnum svæðum. Við munum halda því áfram en færa lokanirnar milli svæða svo enginn verði án heits vatns til lengri tíma.

Sölu tveggja veitna í Bláskógabyggð frestað

12. nóvember 2019 - 10:09

Tekin hefur verið ákvörðun um að fresta sölu hitaveitu og vatnsveitu Veitna í Bláskógabyggð. Við yfirferð á sölugögnum, sem áhugasamir kaupendur gátu fengið afhent hjá Veitum, kom í ljós skekkja í upplýsingum. Því hefur verið ákveðið að afturkalla núverandi gögn og að fresta sölu veitnanna um hríð eða þar til sölugögn hafa verið yfirfarin og leiðrétt. 

Vatnsveita og hitaveita Veitna í Bláskógabyggð voru auglýstar til sölu í byrjun nóvember. Um er að ræða veitur er einkum þjóna sumarhúsum á svæðinu og eru þær meðal minnstu rekstrareininga fyrirtækisins.