Heildarstefna Veitna
Starfsemi
Kjarnastarfsemi
Að byggja upp og reka hagkvæm veitukerfi með öryggi, umhverfissjónarmið og langtímaþarfir viðskiptavina og samfélags að leiðarljósi.
Hlutverk
Þróa og byggja upp veitukerfi sem eru grundvöllur lífsgæða.
Framtíðarsýn
Framsækið þekkingar- og þjónustufyrirtæki sem leggur grunn að lífsgæðum og virkni samfélagsins.

Stefnuáherslur
Til fyrirmyndar í rekstri, öryggi og sporlausri starfsemi
- Hagkvæmni í rekstri
- Sjálfbær nýting auðlinda
- Öryggi alltaf
- Lágmörkun umhverfisáhrifa
Framúrskarandi þjónusta
- Þjónustugæði
- Þjónustuöryggi
- Samfélagsábyrgð
Í forystu í nýsköpun og tækniþróun
- Grundvöllur orkuskipta
- Snjallvæðing
- Fullnýting orkustrauma
Eftirsóknarvert þekkingarfyrirtæki og draumavinnustaður
- Samhent liðsheild
- Skýr sýn, markmið og umboð
- Þekking og frumkvæði
Umboð stjórnar til stjórnenda
Forystuhlutverk í veitustarfsemi
Virkja frumkvæði til umbóta meðal starfsfólks og tryggja þekkingu sem styður við nauðsynlega nýsköpun í rekstri veitukerfa. Vera leiðandi í orkuskiptum, nýsköpun og tækniþróun.
Framsýni og framtíðarsýn
Veitur hafi skýra framtíðarsýn varðandi tækniþróun og rekstur veitukerfa. Veitur hafi ávallt uppfærðar langtímaáætlanir sem uppfylla framtíðarsýn miðla og þörf fyrir auðlindir og nýtingu þeirra.
Hagkvæmni og arðsemi
Meta skal breytingar á stærð veitusvæðis út frá arðsemi og hagkvæmni fyrir rekstur á hverjum tíma. Vakta afkomu hverrar veitu, arðsemismeta og nýta heimildir til breytilegra verðskráa.
Samfélagsábyrgð
Veitur hafi frumkvæði að verndun vatns og tryggi auðlindir fyrir komandi kynslóðir. Veitur lágmarki umhverfisáhrif í rekstri og uppbyggingu veitukerfa. Veitur sýna samfélagslega ábyrgð í verki.
Framtíðarsýn allra miðla
Vel reknir miðlar - alltaf
Stefnuáherslur allra miðla
Sjálfbærni í rekstri og framkvæmdum
- Kolefnisjöfnun
- Viðhaldsfrí mannvirki/byggingar
- Gamlar aflagðar lagnir og mannvirki fjarlægð eftir endurnýjanir
Snjöll veitukerfi og snjöll þjónusta
- Rekstrarlega snjallt kerfi svo hámarka megi nýtni
- Snjöll veitukerfi til eftirlits og stýringa
- Snjallar upplýsingar til viðskiptavina
- Styðja neytendur til meðvitundar um eigin notkun
Öryggi - alltaf
- Hættulaust vinnuumhverfi/-aðstæður
- Mannvirki hönnuð með öryggi í huga
Fyrirmynd
- Fyrirmynd á alþjóðavísu
- Fremst í tækninýjungum
- Ásýnd allra mannvirkja og búnaðar veitukerfa til fyrirmyndar
Þjónusta
- Trygg afhending – alltaf
Stefnuáherslur fráveitu
Sporlaus fráveita
- Skólp fari aldrei óhreinsað í sjó
- Fræðsla til almennings með það að markmiði að óæskileg efni fari ekki í fráveituna
- Að hreinsun á skólpi tryggi að óæskileg efni berist ekki í viðtaka
- Flutningur ofanvatns lágmarkaður, t.d. blágrænar ofanvatnslausnir
- Ofanvatni skilað án mengandi efna
Möguleikar fullnýttir
- Fráveitan virkjuð – virkja alla orku sem skapast í kerfinu
- Verðmæti sköpuð úr úrgangi fráveitu
Framtíðarsýn fráveitu

Hreinar strendur - alltaf
Framtíðarsýn hitaveitu

Nægt heitt vatn - alltaf
Stefnuáherslur hitaveitu
Auðlindir alltaf til reiðu
- Tryggur forði til framtíðar
- Trygg jarðhitaréttindi til framtíðar
- Sjálfbær nýting auðlinda
- Varma ekki sleppt út í umhverfið með neikvæðum umhverfisáhrifum
Ábyrg nýting náttúrugæða
- Nýta varmann til fulls
- Rafmagn framleitt í pípunum
- Lágmarka orkunotkun kerfa
- Bakvatni ekki veitt í skólphluta fráveitu
- Bakvatni dælt aftur niður í jarðhitakerfin þegar við á
Öryggi - alltaf
- Aldrei sé unnið við heitt vatn undir þrýstingi eða fólk varið gegn bruna með öllum tiltækum ráðum
Stefnuáherslur vatnsveitu
Vatnsvernd ofar öllu
- Sjálfbær nýting auðlindar
- Í fararbroddi í vatnsverndarmálum
- Öryggi vatnsverndarsvæða ávallt tryggt
- Tryggur forði til framtíðar
- Trygg vatnsöflunarréttindi til framtíðar
Öruggt og hagkvæmt dreifikerfi
- Lágmarka sóun
- Dreifa ávallt hreinu heilnæmu vatni
Framtíðarsýn vatnsveitu

Hreint vatn - alltaf
Framtíðarsýn rafmagnsveitu

Trygg afhending - alltaf
Stefnuáherslur rafmagns
Dreifikerfið alltaf til reiðu
- Hámörkun í nýtingu rafdreifikerfis
- Álagsstýra til að besta nýtingu rafdreifikerfisins
- Að rafdreifikerfið sé tilbúið að taka við framleiðslu notenda
Öryggi - alltaf
- Aldrei sé unnið við rafbúnað undir spennu eða fólk varið gegn spennu með öllum tiltækum ráðum
Aflvaki orkuskipta
- Veitur séu leiðandi í orkuskiptum í samgöngum og mikilvægi Veitna öllum ljóst í því sambandi
- Boðið upp á orkuskipta- og ráðgjafaþjónustu
- Dreifikerfi rafmagns ráði alltaf við orkuskipti í samgöngum
- Alltaf hægt að fæða alla rafbíla