Sækja um heimlögn

Áður en sótt er um heimlögn!

Gæta þarf þess að með umsókn fylgi öll umbeðin gögn sem tilgreind eru á umsóknareyðublaðinu.

Á þessum gátlistum má sjá hvaða gögnum þarf að skila:

 

Umsóknarferli
 

 1. Viðskiptavinur fyllir út umsókn á Mínum síðum. Setur inn upplýsingar um staðsetningu, mannvirki, fagaðila og viðeigandi gögn.
   
 2. Umsókn móttekin, yfirfarin og staðfest.
   
 3. Undirbúningur. Vettvangsskoðun, hönnun lagnaleiðar og verkfyrirmæli útbúin.
  3.1. Ítarleg hönnun fyrir stærri og flóknari heimlagnir.
   
 4. Heimlagnareikningur sendur. Greiða þarf reikning áður en mælar eru settir upp.
   
 5. Framkvæmd. Heimlagnir lagðar. Núna þarf verkstaður að vera tilbúinn.
   
 6. Uppsetning mæla. Vatni og rafmagni hleypt á heimlögn og mælar settir upp.
   
 7. Umsóknarferli lokið.
   

Vakin er athygli á því að gera þarf samning við söluaðila rafmagns áður en hús er tengt við veitu. Sjá lista yfir söluaðila.

Umsókn um heimlögn

Sótt er um heimlagnir á rafrænu formi á Mínum síðum Veitna. Þeir sem ekki eru í viðskiptum við Veitur geta skráð sig inn á Mínar síður með rafrænum skilríkjum.

Frá hverri veitu er almennt aðeins lögð ein heimlögn í hvert hús, en þó í hverja einingu par- og raðhúsa og hvern stigagang fjölbýlishúsa. Lega heimlagna er háð aðstæðum á lóð á hverjum stað en ætíð er reynt að fara stystu mögulegu leið frá dreifilögnum í götu.

Veitum er heimilt að gera athugasemdir við val á stærð heimlagna og krefjast frekari hönnunargagna ef um er að ræða frávik frá reynslutölum.

Afhendingartími heimlagna og aftenginga

Afhendingartími heimlagna fer eftir tegund umsóknar, stærð heimlagnar, hvort um er að ræða nýtt eða gróið hverfi og stöðu á dreifikerfi Veitna. Mikilvægt er að móttökustaður sé tilbúinn samkvæmt skilmálum Veitna og rétt gögn fylgi umsókn. Öll frávik frá því geta valdið töfum á afhendingu heimlagna.

Áætlaður afhendingartími frá samþykktri umsókn að uppsetningu mæla*

Áætlaður afhendingartími getur verið lengri, í þeim tilfellum höfum við samband við tengilið. 

  Mótttaka Undirbúningur* Framkvæmd Áhleyping Heildartími
Nýjar tengingar/færslur og breytingar í nýju hverfi 1 vika 1-2 vikur 4 vikur 1 vika 7-8 vikur
Nýjar tengingar/færslur og breytingar í grónu hverfi 1 vika 1-2 vikur  6 vikur  1 vika 9-10 vikur
Stærri tengingar +315A og +50mm 1 vika 1-2 vikur  8 vikur  1 vika 11-12 vikur

*Fyrir stærri og flóknari heimlagnir þarf oftast að fara í ítarlegri hönnun í undirbúningi. Í þessum tilfellum lengist heildar afhendingartíminn um 3-5 vikur.

Uppsetning mæla ásamt því að hleypt er á eða spennusett á sér stað eftir að búið er að leggja heimlagnir. Skilyrði fyrir því að það sé framkvæmt er að þjónustubeiðni rafverktaka og/eða pípara hafi borist Veitum.

Áætlaður afhendingartími er 5 virkir dagar.

Áætlaður afgreiðslutími aftenginga

Áætlaður afgreiðslutími umsókna um aftengingu eru 10-14 virkir dagar.