Um hitaveituna

Veitur reka fjölda hitaveitna á höfuðborgarsvæðinu og Suður- og Vesturlandi. Hitaveitur með sérleyfi eru í Reykjavík, Kópavogi, Hafnarfirði, Garðabæ, Akranesi, Borgarbyggð, Stykkishólmi, Hveragerði, Þorlákshöfn, Hvolsvelli, Hellu og í dreifbýli Rangárveitu. Við rekum einnig sjö hitaveitur utan sérleyfis á Suður- og Vesturlandi;  Austurveitu í Ölfusi, Grímsnesveitu, Hlíðaveitu, Munaðarnesveitu, Norðurárdalsveitu, Rangárveitu og Skorradalsveitu.