Innheimta

Ef reikningar eru ekki greiddir á gjalddaga leggst á innheimtukostnaður

Okkur er heimilt að innheimta dráttarvexti frá og með gjalddaga reiknings til greiðsludags auk kostnaðar sem til fellur af innheimtunni. Víða í lögum og reglugerðum er að finna heimildir fyrir Veitur til að loka fyrir orkuafhendingu vegna vanskila, enda tilkynnum við skriflega um yfirvofandi lokun. Sé orkuafhending stöðvuð vegna vanskila þarf að greiða gjald vegna kostnaðar við þá framkvæmd samkvæmt gildandi verðskrá. Það gjald kemur til viðbótar öðrum innheimtukostnaði.