Kolefnisspor

Kolefnisspor reksturs Veitna er reiknað út frá 5 losunarflokkum, þ.e. losun vegna bruna eldsneytis í bílaflota Veitna, samgöngur starfsfólks til og frá vinnu, losun vegna úrgangs, losun vegna flugferða í vinnu, og losun vegna framkvæmdarvinnu verktaka.

 

Reiknaðu út þitt kolefnisspor

Viðskiptavinir Veitna geta reiknað út kolefnisspor sitt vegna notkunar á heitu vatni og dreifingar rafmagns. Í töflunni hér að neðan eru umreiknistuðlar fyrir viðskiptavini Veitna sem vilja áætla kolefnisspor sitt vegna orkukaupa. Þetta kolefnisspor samsvarar umföngum 2 og 3 í GHG protocol.

Umreiknistuðull viðskiptavina í loftslagsbókhaldi (Umfang) 2015 2016 2017 2018 2019 2020 2021 Eining
Vegna kaupa á heitu vatni hjá Veitum (Umfang 2) 261 220,4 203 197,2 197,2 226,2 219,4 gCO2-ígildi/m3
Vegna rafmagnsdreifingar í byggð (Umfang 3) 0,4 0,3 0,4 0,3 0,3 0,3 0,3 gCO2-ígildi/kWh