Loftslagsvá og Veitur

Hjá Veitum eru kortlögð áhrif loftslagsvár á starfsemina. Áhersla er lögð á veitukerfin og aðlögun að meiri úrkomuákefð, leysingum, breytingum á hitastigi og sjávarborðshækkun. Í því sambandi fylgist vatnsveitan með örverumengun í neysluvatni í rauntíma þannig að unnt sé að bregðast við og tryggja gæði þess. Ennfremur leggur hitaveitan mat á eftirspurn eftir heitu vatni til framtíðar og bætta nýtingu þess til að tryggja afhendingaröryggi. Í fráveitunni er horft til spár um sjávarborðshækkun í áætlanagerð. Auk þess er horft til blágrænna ofanvatnslausna til að miðla og hreinsa regnvatn af götum og vegum, áður en það rennur út í ár og vötn, aðgerð sem einnig eykur líffræðilegan fjölbreytileika og bætir borgarumhverfi.

Þessi verkefni eru í senn mótvægisaðgerðir og aðlögun vegna loftslagsvár. Veitur vinna að innleiðingu þeirra í samstarfi við sveitarfélög.