Matvælaöryggisstefna
Veitur tryggja alltaf aðgengi að heilnæmu neysluvatni og leggja sérstaka áherslu á eftirtalda þætti:
- Að vera með eftirlit, vöktun og forvarnir til að draga úr líkum á að vatnið mengist.
- Að áhættugreina mikilvæga eftirlitsstaði og tryggja að greiningar verði gerðar í hvert sinn sem einhver breyting (nýir verkferlar, tæki, búnaður, efni, veitusvæði eða ytri þættir) á sér stað sem getur haft áhrif á öryggi og heilnæmi neysluvatnsins.
- Að vera með stýringar allt frá ákomusvæðum til neytenda til þess að draga úr líkum á því að vatn spillist.
- Að þjálfa starfsfólk og þjónustuaðila til þess að vinna að öruggri vatnsöflun og dreifingu.
- Að fylgja stjórnvaldskröfum sem gerðar eru varðandi matvælaöryggi og öðrum kröfum sem fyrirtækið hefur ákveðið að uppfylla.
- Að stuðla að enn frekari samvinnu við hagsmunaaðila.
- Að vinna að stöðugum umbótum matvælaöryggisstjórnunarkerfisins.
Matvælaöryggisstefnan byggir á gildum og heildarstefnu Veitna.