Tylko po islandsku

Háhitadjúpdæla stórt framfaraskref í nýtingu jarðvarma

15. January 2021 - 12:47

Undanfarna mánuði hefur notkun háhitadjúpdælu í hitaveituborholu verið prófuð í Hveragerði. Er það í fyrsta skipti í heiminum sem slík dæla er notuð í svo heitum jarðhitavökva en búnaðurinn hefur verið þróaður og notaður í olíugeiranum. Hingað til hefur jarðhitavatni að 130°C verið dælt með hefðbundnum dælubúnaði hér á landi og erlendis þekkist að dælt sé vatni sem er allt að 160°C heitt. Með háhitadælunni munu Veitur nýta búnaðinn í enn heitara vatni eða allt að 180°C.

Hrefna nýr forstöðumaður hitaveitu hjá Veitum

13. January 2021 - 12:21

Hrefna Hallgrímsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður hitaveitu hjá Veitum en fyrirtækið er umfangsmest á því sviði hér á landi. 

Hrefna útskrifaðist með M.Sc í vélaverkfræði frá Háskóla Reykjavíkur árið 2013 og hefur starfað hjá Elkem Ísland síðustu 12 ár sem framkvæmdastjóri og leiðtogi.

Viðgerð lokið á bilaðri hitaveitudæla á Bakka

08. January 2021 - 15:10

Uppfært 9.1.21 kl:22:37  Viðgerð er nú lokið og ætti ástandið í Þorlákshöfn að vera komið í eðlilegt horf.  Viðgerð gekk betur og hraðar en áætlað hafði verið.  
 
 
Bilun hefur komið upp í dælu í annarri af tveimur borholum á Bakka þaðan sem heitu vatni er veitt til Þorlákshafnar. Skipta þarf um dælu og hefst vinna við það í dag og er áætlað að ný dæla verði komin í gagnið fljótlega eftir helgi gangi verkið vel. 

Vetrartittlingur sást við vatnsból Veitna í Gvendarbrunnum

05. January 2021 - 12:04

Gefin hefur verið út skýrslan Fuglar og önnur dýr á verndarsvæðum vatnsbóla Reykjavíkur og er þetta tuttugasta og fimmta árið sem skýrslan kemur út. Í henni er að finna yfirlit yfir fugla og spendýr sem sjást á brunnsvæðum Veitna í Heiðmörk og nágrenni þeirra, samantekt um fjölda milli ára, flækinga sem sjást og yfirlit fyrir hvert ár síðan 1998. Í ár bar það helst til tíðinda að vetrartittlingur sást á eftirlitsmyndavélum Veitna við Gvendarbrunna í lok nóvember en það er aðeins í annað skipti sem fugl af þeirri tegund sést hér á landi svo vitað sé. Hann er N-amerískur flækingur.

Leki kom að Deildartunguæð

04. January 2021 - 16:00

Í gærkvöldi kom leki að Deildartunguæð en lögnin flytur heitt vatn frá Deildartungu til Akraness, Borgarness og nærsveita. Talið er að bilunin tengist rafmagnstruflunum í kerfi RARIK á Vesturlandi sem hófust um kl. 22:00 og höfðu þau áhrif að allar dælustöðvar hitaveitunnar á Vesturlandi stöðvuðust. 

Hitaveitukerfið stóðst kuldakastið

08. December 2020 - 10:43

Nú þegar mesta kuldakast síðastliðinna ára er gengið yfir landið vilja Veitur þakka fyrir skilning og góð viðbrögð almennings og fyrirtækja við ábendingum um að spara heita vatnið á meðan á kuldunum stóð.

Betri nýting heita vatnsins skilar sér með ýmsum hætti; í hagkvæmari rekstri hitaveitunnar, í buddum viðskiptavina og ekki síst í enn ábyrgari notkun á þeirri dýrmætu auðlind sem jarðhitinn er.

Vel gengur að veita heitu vatni

05. December 2020 - 12:10

Vel hefur gengið að veita heitu vatni til höfuðborgarsvæðisins það sem af er kuldakastinu sem nú gengur yfir landið. Notkunin hefur ekki náð þeim hæðum sem spár gerðu ráð fyrir og skýrar vísbendingar eru um að íbúar og fyrirtæki hafi tekið vel í ábendingar Veitna um að ganga vel um þá auðlind sem heita vatnið okkar er. Með aðgerðum Veitna, og samvinnu við notendur, hefur tekist að koma í veg fyrir að hitaveitan fari að þolmörkum. Álagið verður áfram mikið á hitaveituna fram á sunnudagskvöld og því er fólk áfram hvatt til að fara sparlega með heita vatnið.

Notkun á heitu vatni eykst

03. December 2020 - 17:22

Starfsemi hitaveitu Veitna á höfuðborgarsvæðinu er með eðlilegum hætti en notkun á heitu vatni eykst stöðugt með kólnandi veðri. Klukkan 17:00 í dag var rennslið á heitu vatni komið í 14.900 rúmmetra á klukkustund (m3/klst) og búist er við að það verði um 15.500 m3/klst á miðnætti. Á morgun er búist við stigvaxandi aukningu en mesta álagið á hitaveituna verður í hádeginu á laugardag. Gangi veðurspá eftir stefnir í að notkunin verði þá komin upp undir 18.000 m3/klst sem slær út fyrra met sem er 17.000 m3/klst.