Skipulag og stjórnendur

Gestur Pétursson er framkvæmdastjóri Veitna. Hann lauk meistaragráðu í iðnaðar- og rekstrarverkfræði með áherslu á orkumál og áhættustýringu frá Oklahoma State University í Bandaríkjunum árið 1998.
Gestur var framkvæmdastjóri öryggis-, heilbrigðis- og umhverfismála hjá Elkem Ísland frá því í árslok 2010 og forstjóri fyrirtækisins 2014-2019. Í störfum sínum fyrir Elkem Ísland vann hann að innleiðingu og samþættingu nýsköpunar í fyrirtækjamenningu félagsins til að takast á við þau tækifæri sem orkuskiptin í heiminum fela í sér, vöruþróun gagnvart viðskiptavinum og umbótum á kostnaðargrunni verksmiðjunnar á Grundartanga. Gestur hefur setið í stjórnum félaga á Íslandi og á alþjóðlegum vettvangi, meðal annars í stjórn samstarfsvettvangs stjórnvalda og atvinnulífs um loftslagsmál og grænar lausnir og í stjórn Festu – miðstöðvar um samfélagsábyrgð.
Kerfisþróun og stýring (Stjórnstöð)
Tækniþróun (Fjárfestingar og verkefnastjórnun)

Hans Liljendal Karlsson,
forstöðumaður, er með B.Sc. gráðu í hugbúnaðartæknifræði frá Ingeniørhøjskolen í Kaupmannahöfn.
Áður en hann tók við starfi forstöðumanns starfaði hann sem sérfræðingur stjórnkerfa.

Inga Lind Valsdóttir,
forstöðumaður, er með B.Sc. gráðu í umhverfis- og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands og stundaði meistaranám í sömu grein við Chalmers Tekniska Högskola í Svíþjóð. Hún var áður teymisstjóri verkefnastjóra.
Snjallvæðing og stafræn þróun
Framtíðarsýn og rekstur

Diljá Rudolfsdóttir,
forstöðumaður, starfaði sem Programme Manager hjá FIS (Fidelity National Information Services) áður en hún gekk til liðs við Veitur.

Guðbjörg Sæunn Friðriksdóttir,
forstöðumaður, útskrifaðist með BS próf í rekstrarverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2010 og með M.Sc próf í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands árið 2012. Guðbjörg starfaði hjá Össuri áður en til hún gekk til liðs við Veitur.
Hitaveita
Rafveita

Hrefna Hallgrímsdóttir,
forstöðumaður, er með M.Sc gráðu í vélaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún starfaði áður hjá Elkem Íslandi sem framkvæmdastjóri og leiðtogi.

Jóhannes Þorleiksson,
forstöðumaður, er með M.Sc. gráðu í raforkuverkfræði frá Chalmers Tekniska Högskola í Svíþjóð. Hann starfaði áður sem framkvæmdastjóri Norconsult á Íslandi.
Vatnsveita og Fráveita

Arndís Ósk Ólafsdóttir,
forstöðumaður, lauk BS próf í umhverfis og byggingarverkfræði frá Háskóla Íslands 2004 og meistaragráðu í Water Resource Engineering frá Heriot Watt University í Edinborg 2006. Frá 2017 hefur hún verið tæknistjóri vatnsveitu.
Skipulag Veitna
