Þegar upp kemur bilun veitukerfinu eða komið er að viðhaldi þess reynist stundum nauðsynlegt að loka tímabundið fyrir rafmagn, heitt eða kalt vatn í þínu hverfi á meðan viðgerð fer fram. Þá er gott að huga að krönum eða raftækjum, eftir því hvað við á.
Við gerum okkar besta til að upplýsa íbúa um væntanlegar og yfirstandandi lokanir t.d. með því að láta vita hér á vefnum, vera virk á Facebook síðu okkar, senda sms og bera tilkynningar í hús.
Hér má finna fréttir vegna bilana og framkvæmda
Ef lokað er fyrir rafmagnið, hafðu þá eftirfarandi í huga:
-
Ekki hafa viðkvæm raftæki í notkun þegar rafmagnið fer af.
-
Hugsanlega þarf að endurstilla tímastillt raftæki þegar rafmagn kemur aftur á.
Ef lokað er fyrir heita vatnið, hafðu þá eftirfarandi atriði í huga:
-
Vegna brunahættu hvetjum við þig til að gæta varúðar og skrúfa ekki frá krönum. Ef þeir gleymast opnir getur það valdið slysi og/eða tjóni þegar vatninu er hleypt aftur á. Vinsamlegast varaðu börnin þín við þessari hættu.
-
Meðan á lokuninni stendur skaltu forðast að setja tæki í gang sem taka inn á sig heitt vatn.
-
Forðist að hafa glugga og dyr opnar lengur en nauðsynlegt er.
Ef lokað er fyrir kalda vatnið, hafðu þá eftirfarandi atriði í huga:
-
Vegna brunahættu hvetjum við þig til að gæta varúðar og skrúfa ekki frá krönum því vatnið getur orðið sjóðandi heitt á skömmum tíma. Vinsamlegast varaðu börnin þín við þessari hættu.
-
Skildu ekki eftir opna kaldavatnskrana því það getur valdið tjóni þegar vatninu er hleypt á aftur. Meðan á lokuninni stendur skaltu forðast að setja þvottavélar eða önnur tæki í gang sem taka inn á sig kalt vatn.
Við rafmagnsleysi er mikilvægt að athuga hvort orsökin sé innandyra eða hjá Veitum. Sé nærliggjandi hús myrkvað er líklegast að bilunin sé í dreifikerfi okkar en ekki hjá þér og þá er ekkert annað að gera en bíða og vona að rafmagn komist á aftur sem fyrst. Þú getur haft samband við okkur í síma 516 6000 ef þú ert í vafa og einnig athugað hvort tilkynning sé hér á síðunni okkar um truflun. Hér getur þú kynnt þér góð ráð til að hafa í huga þegar lokað er fyrir rafmagn, heitt og kalt vatn.
Ef rafmagn er á nærliggjandi húsum er best að athuga hvort lekastraumsrofinn hefur slegið út. Hafi hann gert það er orsökin oft raftæki sem rétt áður var sett í samband. Reyndu að setja rofann inn aftur. Ef það tekst ekki eða hann slær aftur út er rétt að taka tæki úr sambandi og prófa aftur. Prófa næst að slá út öllum greinivörum og endurtaka. Gagni þetta ekki þarf að fá rafvirkja til þess að líta lögnina. Einnig er rétt að skoða hvort öryggi hafi farið vegna of mikils álags. En umfram allt verður að fara að öllu með gát, gerðu ekkert varðandi rafmagn nema það sem er örugglega á þínu færi.
Ef það er heitavatnslaust hjá þér er hugsanlegt að einhver íbúi eða iðnaðarmaður hafi lokað fyrir vegna framkvæmda eða viðgerða í húsinu. Einnig getur verið að við séum að vinna í hverfinu þínu og þá ættir þú að hafa fengið tilkynningu um það, nema um skyndibilun sé að ræða. Upplýsingar þar um ættu að birtast á vefnum okkar fljótlega, en þú getur einnig hringt í okkur í síma 516 6000. Hér getur þú kynnt þér góð ráð til að hafa í huga þegar lokað er fyrir rafmagn, heitt og kalt vatn.
Bilun getur verið í húskerfinu, ofnlokum eða öðrum stjórnbúnaði og þarf þá að kalla til pípulagningamann. Bilanir innanhúss eru nær alltaf á verksviði pípulagningameistara eða annarra fagmanna á sviði pípulagna.
Ef ljóst er að þrýstingur hefur fallið við inntak þarf að tilkynna það til okkar í síma 516 6000.
Bilanir sem verða utanhúss verður að tilkynna tafarlaust í síma 516 6000, en vaktin okkar er opin allan sólarhringinn. Ef þú verður var við leka á heitu eða köldu vatni og ef flæðir uppúr niðurföllum svo dæmi sé tekið.
Bilanir innanhúss eru oftast á verksviði viðkomandi iðnaðarmanna, en ef þú ert í einhverjum vafa skaltu hringja í okkur og við leiðbeinum þér eftir bestu getu því okkur er umhugað um öryggi þitt.
Hafirðu ábendingu um óvirka götulýsingu í Reykjavík, Kópavogi, Garðabæ (að læknum), Mosfellsbæ, á Seltjarnarnesi eða Akranesi geturðu sent póst á on@on.is. Varði ábendingin götulýsingu í Reykjavík er einnig hægt að senda hana í gegnum ábendingavef Reykjavíkurborgar. Ef þú verður var/vör við óvarða rafmagnsvíra, brotin götuljós eða skemmda ljósastaura viljum við heyra sem fyrst frá þér.
Verjumst vatnstjóni er bæklingur sem gefinn er út af samstarfshópi um varnir gegn vatnstjóni.
Þegar við þurfum að loka fyrir vatn eða rafmagn sendum við íbúum á viðkomandi svæði sms til að láta vita af væntanlegum lokunum eða bilunum í dreifikerfunum. Við náum líklega aldrei til allra íbúa en til þess að geta fengið sms og tölvupóst er nóg að fara inn á Mínar síður og skrá símanúmer og netfang. Þér er líka velkomið að senda okkur þessar upplýsingar í gegnum "Hafa samband" eyðublaðið.