Staðlar og vottanir

Orkuveita Reykjavíkur og dótturfyrirtækin Veitur, Orka náttúrunnar, Gagnaveita Reykjavíkur og CarbFix (OR samstæðan) hafa innleitt stjórnunarkerfi í samræmi við alþjóðlega staðla. Reglulega er virkni kerfanna sannprófuð með úttektum af óháðum aðilum.

ISO 9001 - Alþjóðlegur gæðastaðall
OR samstæðan hefur innleitt gæðakerfi sem tekur á öllum þáttum starfsemi fyrirtækisins. Gæðakerfið er vottað af úttektaraðilum og er virkni þess staðfest árlega.

ISO 14001 - Alþjóðlegur umhverfisstjórnunarstaðall
Samkvæmt vottuninni er öllum umhverfismálum fyrirtækisins stýrt. Kerfið er tekið út árlega af vottunaraðila.

ISO 27001 - Alþjóðlegur staðall um upplýsingaöryggi
OR samstæðan hefur innleitt kerfi vegna upplýsingaöryggis sem tekur á öllum þáttum starfsemi fyrirtækisins. Upplýsingaöryggisstjórnkerfið er vottað af BSI og er tekið út af sama aðila árlega.

ISO 45001/OHSAS 18001 - Alþjóðlegt vinnuöryggisstjórnunarkerfi
Með kerfinu er tekið á málefnum er varða vinnuöryggi og heilsuvernd. Kerfið er tekið út árlega.

HACCP/GÁMES - Alþjóðlegt matvælaeftirlitskerfi
Veitur er stærsta matvælafyrirtæki landsins. Neysluvatnsframleiðslan þar og hjá Orku náttúrunnar er skilgreind sem matvælaframleiðsla. Kerfið er vottað af heilbrigðiseftirliti viðkomandi sveitarfélags.

ÍST 85 - Íslenskur staðall um jafnlaunakerfi
Hjá OR samstæðunni hefur verið innleitt jafnlaunakerfi sem er vottað af óháðum aðila. OR hefur jafnframt heimild Jafnlaunastofu til að nota Jafnlaunamerkið 2018-2021.

Rafmagnsöryggisstjórnkerfi
Rafmagnsöryggisstjórnkerfi er lögbundið öryggiskerfi sem allar rafveitur verða að hafa til að mega starfa. Kerfið er vottað af Mannvirkjastofnun og er tekið út tvisvar á ári af óháðri skoðunarstofu.

Innra eftirlitskerfi sölumæla
Kerfi vottað af Neytendastofu. Kerfið tryggir að sölumælar uppfylli þær kröfur og sæti því mælifræðilega eftirliti sem kveðið er á um í reglugerðum og þeim reglum sem þær vísa til. Kerfið er tekið út árlega af faggiltri skoðunarstofu.