Teymin

Það er frábært fólk sem byggir upp og viðheldur veitukerfi höfuðborgarsvæðisins og víðar þannig að þú getir alltaf gengið að auðlindunum vísum. Starfsfólk Veitna er samstilltur hópur fagmanna sem hver um sig hefur mikilvægu hlutverki að gegna.

Við sinnum mikilvægri þjónustu í almannaþágu og gætum þess að notendur hafi stöðugt aðgengi að hitaveiturafveituvatnsveitu og fráveitu.

Veitur - stelpur bursta tennur í baðherbergi

Starfsfólk okkar er meðvitað um mikilvægi þessarar þjónustu og sinn þátt í að hún sé alltaf til staðar.

„Við framleiðum eitthvað sem skiptir máli fyrir fólk."

„Fólk áttar sig ekki á hversu nauðsynleg vinnan er fyrr en eitthvað bilar."

„Það er gefandi að vinna störf sem hafa svo augljóst mikilvægi og finna að það sem maður gerir skiptir máli á hverjum degi."

 

Veitur - starfsmaður í brunni gefur hesti

„Spennandi að vita ekki alltaf hvað mætir manni að morgni"

Tækniþróun 

Tækniþróun sér um uppbyggingu og þróun veitukerfa ásamt því að vakta tekjustreymi og gjaldskrár. Á einingunni eru endurnýjanir og nýframkvæmdir skipulagðar og þeim verkefnastýrt í gegnum undirbúnings og framkvæmdarfasa. Tækniþróun sér einnig um kerfisrannsóknir á veitukerfum, hönnun veitukerfa og innfærslu gagna í landupplýsingakerfi. Á Tækniþróun starfa 30 manns, verk- og tæknifræðingar, iðnfræðingar, tækniteiknarar og iðnaðarmenn.

Veitur - starfsmenn vinna við rör úti

„Útiveran styrkir mann – góð blanda af úti og inniveru“

Rekstur 

Rekstur sinnir daglegum rekstri veitukerfa, skipulagningu eftirlits og fyrirbyggjandi viðhalds, eftirlit með bilanaskráningu, umsjón fasteigna og lóða, svæðisstjórn og þjónustu við viðskiptavini vegna rekstrartengdra mála. í Rekstri starfa 20 manns, iðnaðarmenn, verk-, tækni- og iðnfræðingar.

Veitur - stjórnstöð

Vöktun í stjórnstöð

Stjórnstöð 

Stjórnstöð sér um vöktun og stýringu veitukerfa og bregst við ef truflanir eða bilanir koma upp. Einnig hefur Stjórnstöð umsjón með uppbyggingu og viðhaldi stjórnkerfa, ásamt skráningu, söfnun og úrvinnslu stjórnkerfisgagna. Í Stjórnstöð starfa 15 manns, iðnaðarmenn, verk-, tækni- og iðnfræðingar.

Vinna við Hverfisgötu

Við endurnýjun Hverfisgötu

Viðhaldsþjónusta 

Viðhaldsþjónusta sinnir reglubundnu eftirliti og viðhaldi veitukerfa og vélbúnaðar Veitna. Þá ganga starfsmenn Viðhaldsþjónustu bakvaktir fyrir allar veitur og bregðast við bilunum í þeim. Viðhaldsþjónusta annast jafnframt framkvæmd ýmissa smærri endurnýjunar- og viðhaldsverka. Starfsmenn Viðhaldsþjónustu gera út frá 5 starfs-stöðvum en þær eru Reykjavík, Borgarnes, Akranes, Stykkishólmur og Hveragerði. í Viðhaldsþjónustu starfa rúmlega 100 manns, meðal starfsmanna eru vélfræðingar, rafvirkjar, pípulagningamenn, vélvirkjar, verkfræðingur, iðnfræðingar, tækniteiknarar o.fl.