Viltu fá tilkynningar um framkvæmdir í þínu hverfi?

Skráðu farsímanúmer og netfang þitt undir "Stillingar" á Mínum síðum Veitna svo við getum komið upplýsingum til þín um fyrirhugaðar framkvæmdir.

Á mínum síðum geta notendur einnig fylgst með notkun sinni á heitu vatni og rafmagni og borið saman við meðalnotkun annarra notenda í sambærilegu húsnæði.

Við viljum vera í góðu sambandi við viðskiptavini okkar - alltaf, og reynum að koma upplýsingum um þjónustubrest eins og rafmagnsleysi eða vatnsskort vegna viðhalds til þeirra. Eins og gefur að skilja getum við ekki alltaf látið vita með fyrirvara um skyndilegar bilanir sem óneitanlega verða í rekstri sem okkar.