Upplýsingatæknistefna
Veitur líta á upplýsingatækni sem mikilvægt tæki til að styðja við rekstur fyrirtækisins. Upplýsingatæknistefna varðar hagnýtingu á upplýsingatækni í starfsemi fyrirtækisins. Kerfi, þjónusta og tækninýjungar skulu vera öflug stoð við þau markmið sem fyrirtækið hefur sett sér, í dag sem og í framtíðinni. Áreiðanlegar upplýsingar eru nýttar til stýringar, þjónustu og ákvarðanatöku.
Upplýsingatæknistefnan styður við heildarstefnu Veitna og er mikilvægur þáttur í virðiskeðju fyrirtækisins.
Markmið með upplýsingatæknistefnu Veitna er að:
- Kerfi og gögn séu áreiðanleg, aðgengileg og örugg
- Heildaryfirsýn á upplýsingatækni sé á einum stað
- Rekstur upplýsingatækni sé eins hagkvæmur og kostur er
- Styðja við frumkvæði og nýsköpun
Stefnan byggir á gildum og heildarstefnu Veitna og er sett fram til samræmis við eigendastefnu samstæðu OR.