Útihitari

Þegar kemur að því að hita upp verandir í heimahúsum og útisvæði á veitingastöðum dettur mörgum gashitarar fyrst í hug. Á markaðnum eru aftur á móti svokallaðir útihitalampar sem ganga fyrir rafmagni og eru í mörgum tilfellum miklu hentugri kostur. Útihitalampi hitar upp það efni sem geislinn lendir á, hann hitar ekki upp loftið eins og gashitari gerir. Hann yfirvinnur þó ekki vindkælingu því þarf að huga vel að staðsetningu sem og hversu öflugan lampa þarf. Þeir henta vel við ákveðnar aðstæður eins og t.d. á smærri útisvæðum en henta síður á opnum svæðum. Lampinn hitar upp þann massa sem hann lendir á þannig að auðveldara er að stýra því hvar hitinn lendir, lampinn er mjög fljótvirkur ólíkt mörgum staðgengilsvörum eins og gashitarar. Nauðsynlegt er að hafa innstungu fyrir lampann en slíka má finna á mörgum veröndum.

Rafmagn eða gas?

Kostir þess að vera með útihitalampa eru t.d.:

 • Hljóðlaus.
 • Engin sprengihætta.
 • Fljótvirk hitun.
 • Orkan trygg, rafmagnið klárast ekki!
 • Umhverfisvæn orka.
 • Hitar það sem geislinn beinist að.
 • Skilar orkunni vel.

Gashitarar hafa verið vinsælir hér á landi í allmörg ár. Þeir eru notaðir til að hita upp óyfirbyggð sem og yfirbyggð svæði. Einn kostur þess að vera með gashitara er að ekki þarf rafmagnstengil og því fleiri möguleikar á staðsetningu, en gallarnir eru nokkrir, meðal annars:

 • Hljóð frá gasinu.
 • Sprengihætta.
 • Léleg hitadreifing.
 • Íkveikjuhætta.
 • Gasið getur klárast á óhentugum tíma.
 • Gasið myndar koltvísýring sem fer út í andrúmsloftið.

Notkunarmöguleikar útihitalampa

Útihitalampar nýtast bæði einstaklingum og fyrirtækjum. Fyrir einstaklinga er hentugt að vera með þá á yfirbyggðum svölum eða afgirtum pöllum og er hægt að fá allt að 10°C hitaaukningu. Þeir henta vel undir markísum, til að auka hita við glugga og þar sem dragsúgur kemur inn. Fyrir fyrirtæki henta útihitalampar einnig mjög vel t.d.:

 • Við borð á köldum stöðum í veitingahúsum þar sem lofthæð er mikil.
 • Við glugga og þar sem þörf er fyrir aukinn hita.
 • Í sýningartjöld.
 • Til að hafa á útimörkuðum.
 • Til að hita yfirbyggð útisvæði.
 • Lagerhúsnæði.
 • Verslunarhúsnæði.

Samanburður á kostnaði

Orkukostnaður á klst. er gróft áætlað um 3-5 sinnum meiri ef notaður er gashitari. Hafa verður þó í huga að eiginleikar útihitalampa og gashitara eru ólíkir og því verður að meta hvað hentar hjá hverjum og einum. Mismunandi hitarar henta á mismunandi svæði og uppsetningakostnaður getur verið mjög mismunandi eftir aðstæðum.