Val á söluaðila rafmagns

Neytendur hafa val um af hvaða fyrirtæki þeir kaupa rafmagn óháð búsetu. Veitur annast einungis dreifingu rafmagnsins.

Eftir að notandi hefur tilkynnt eða staðfest flutning í húsnæði á dreifiveitusvæði Veitna þarf hann einnig að hafa samband við þann raforkusala sem hann kýs að eiga viðskipti við og viðkomandi raforkusali sér þá um að koma á raforkuviðskiptum fyrir viðkomandi húsnæði.

Einnig getur notandi ákveðið að skipta um raforkusala kjósi þeir að gera slíkt og er það gert með sambærilegum hætti og við flutning, haft samband við þann raforkusala sem hann kýs að hafa viðskipti sín við og raforkusalinn sér um skiptin.

Veitum er óheimilt að hafa aðkomu að vali notenda á raforkusala meðal annars með því að gefa upp kjör einstakra raforkusala.

Við val á raforkusala þarf notandi raforkunnar annað hvort að senda inn tilkynningu til raforkusala á vef viðkomandi, hafa samband við viðkomandi raforkusala símleiðis eða með tölvupósti.

Söluaðilar rafmagns: