Yfirtaka heimlagna

Heimlagnir vegna vatns- og fráveitu eru ýmist í einkaeigu eða í eigu Veitna. Ef viðkomandi heimlagnir eru í einkaeigu geta eigendur þeirra sótt um að Veitur taki þær yfir.

 

Hægt er að senda umsókn í tölvupósti á veitur@veitur.is hafi umsóknareyðublað verið skannað, útfyllt með undirskrift.

Einnig má skila umsókn í afgreiðslu Veitna að Bæjarhálsi 1 eða með pósti.

Veitur - Yfirtaka heimlagna
Bæjarháls 1
110 Reykjavík