Að hlaða rafbílinn heima

Veitur taka þátt í stórfelldri uppbyggingu innviða fyrir rafbílaeigendur á höfuðborgarsvæðinu. Áður en ákveðið er hvernig hlaða skal rafbílinn heima er mikilvægt að skoða uppsetningu hleðslulausna. Hér má finna góð ráð og upplýsingar þess efnis.

Við mælum með fasttengdum hleðslustöðvum, svokallaðri „hleðsluaðferð 3“, við hleðslu raf- og tengiltvinnbíla. Við mælum ekki með notkun hefðbundinna rafmagnstengla til hleðslu að staðaldri. Sá búnaður er einungis ætlaður til skamms tíma í senn og ætti því ekki að nota til hleðslu rafbíla nema búið sé að takmarka hleðslustrauminn verulega.

Kostir fasttengdra hleðslustöðva:

  • Hraðvirkari og öruggari hleðsla
  • Hægt að fá bæði einfasa og þriggja fasa
  • Hægt að fá bæði með áföstum eða lausum hleðslukapli
  • Hægt að tengja stöðvar saman
  • Hægt að fá með álagsstýringu

Veitur mæla ávalt með vali á snjöllum hleðslustöðvum sem bjóða upp á álagsstýringu fyrir allar tegundir húsnæðis