Gott starfsumhverfi

  • Hjá Veitum er jákvæður starfsandi sem einkennist af sterkri liðsheild, uppbyggilegum skoðanaskiptum og virðingu í samskiptum. 
  • Lögð er áhersla á öryggi starfsfólks og heilsusamlegt vinnuumhverfi.  
  • Tæki og aðbúnaður starfsfólks er til fyrirmyndar. 
  • Einelti og kynferðisleg áreitni er ekki liðin. 
  • Starfsfólki eru skapaðar aðstæður til að samræma kröfur starfs- og fjölskylduábyrgðar eins og kostur er.
Crossfit í Bræðslunni

Við leggjum mikla áherslu á velferð starfsfólks í víðu samhengi:

Öryggi: Við fylgjum þeirri stefnu að tryggja öllu starfsfólki öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi. Markmið okkar er slysalaus vinnustaður og að enginn bíði heilsutjón af starfi sínu. Það er enginn afsláttur af öryggismálum hjá Veitum enda viljum við að allir komist heilir heim.

Líkamleg heilsa: Við styðjum starfsfólk í að hlúa að líkamanum, m.a. með fjölbreyttum og hollum hádegismat, líkamsræktarstyrkjum, samgöngustyrkjum, aðstöðu til líkamsræktar, úttektum á vinnuaðstöðu og árlegri heilsufarsmælingu.

Starfsfólk matstofu í eldhúsinu

Andleg næring: Við nærum andann á ýmsan hátt s.s. með vinnufatajóga, núvitund, fræðslu og stuðningi fyrir persónulega færni.

Vinnuumhverfi: Við búum starfsfólki hlýlegt og gott vinnuumhverfi, úrvals vinnufatnað og góðan tækjabúnað.

Starfsánægja: Við erum meðvituð um mikilvægi vellíðunar í starfi og könnum reglulega hvort svo sé raunin. Einelti og áreiti er að sjálfsögðu aldrei liðið.