Innheimta

Við hvetjum alla þá sem eru í vanskilum að hafa samband við okkur áður en kemur til aðgerða vegna vanskila. Við aðstoðum viðskiptavini okkar eftir bestu getu.  

Þegar reikningar frá Veitum eru ógreiddir eftir gjalddaga leggjast dráttarvextir á höfuðstólinn.

Auk dráttarvaxta bætist við kostnaður þegar áminningarbréf er sent. Fyrsta innheimtubréfið er póstlagt 14 dögum eftir eindaga og leggjast þá kr. 800 við höfuðstólinn.

Ef ekkert er að gert kemur til lokunar vegna vanskila, aðgerð sem getur verið afar kostnaðarsöm fyrir viðskiptavini. Sjá verðskrá.