Markviss starfsþróun

Veitur - kona í Veitubíl
  • Fyrirtækið leggur áherslu á hæfi starfsmanna með því að fjárfesta í þjálfun og fræðslu. 
  • Lögð er áhersla á markvissa, fjölbreytta fræðslu og þjálfun sem tryggir nauðsynlega þekkingu og hæfni til að ná árangri í starfi. 
  • Starfsþróun er sameiginlegt verkefni starfsmanna og stjórnenda og byggist á  virkri endurgjöf um frammistöðu. 
  • Starfsfólk fær tækifæri til að taka á sig aukna ábyrgð og vinna að fjölbreyttum verkefnum.

Mikið er lagt upp úr öflugu fræðslustarfi innan Veitna og eru fjölmargir fræðsluviðburðir haldnir árlega innan fyrirtækisins. Fyrirtækið vill hlúa að starfsþróun og undirbúa starfsmenn undir framtíðarverkefni. Vilji og viðhorf starfsmanna er lykillinn að því að starfsþróunin nýtist sem best.