Skipulag og stjórnendur

Sólrún Kristjánsddóttir

Framkvæmdastýra

Sólrún Kristjánsdóttir, lauk BA prófi í uppeldis- og menntunarfræði frá Háskóla Íslands 1998 og meistaraprófi í stjórnun og stefnumótun frá sama skóla árið 2004. Hún hóf störf hjá Starfsmannamálum OR árið 2004, hafði umsjón með starfsþróunarmálum frá árinu 2006 og starfsmannastjóri frá árinu 2012. Áður starfaði Sólrún við kennslu og sem ráðgjafi á Stuðlum, meðferðarheimili ríkisins fyrir unglinga. Sólrún gengdi áður stöðu Framkvæmdastýru Mannauðs og menningar. 

Framtíðarsýn og rekstur

Vatnsveita og fráveita

kristbjorg-hedinsdottir.png

Kristbjörg Héðinsdóttir, 
forstöðumaður, er með B. Sc. (Intern.marketing) í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og stundar nú nám MS-MLM Stjórnun og forysta, með áherslu á Mannauðsstjórnun við Háskólann á Bifröst. Kristbjörg vann hjá Arion banka frá árinu 2004 þar sem hún gegndi ýmsum störfum, síðast sem svæðisstjóri Höfuðborgarsvæðisins.

Jón Trausti Kárason

Jón Trausti Kárason, 
forstöðumaður, er með meistaragráðu í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands, bakkalárgráðu í vélatæknifræði frá Háskólanum í Reykjavík og sveinspróf í vélvirkjun. Hann starfaði sem verkefnastjóri fjárfestingarverkefna hjá Veitum.

Hitaveita

Rafveita

hrefnahallgrimsdottir.jpg

Hrefna Hallgrímsdóttir
forstöðumaður, er með M.Sc gráðu í vélaverkfræði frá Háskólanum í Reykjavík. Hún starfaði áður hjá Elkem Íslandi sem framkvæmdastjóri og leiðtogi.

johannes_thorleiksson_140_px.jpg

Jóhannes Þorleiksson, 
forstöðumaður, er með M.Sc. gráðu í raforkuverkfræði frá Chalmers Tekniska Högskola í Svíþjóð. Hann starfaði áður sem framkvæmdastjóri Norconsult á Íslandi.

Skipulag Veitna