Stjórn

Stjórn Veitna skipa Guðrún Erla Jónsdóttir formaður, Ágúst Þorbjörnsson, Hera Grímsdóttir, Guðni Axelsson og Ásgeir Westergren. Varamenn eru Bára Jónsdóttir og Reynir Guðjónsson.

Guðrún Erla

Guðrún Erla Jónsdóttir

Guðrún Erla Jónsdóttir, stefnustjóri OR, lauk B.Sc.prófi í ferðamála- og viðskiptafræði frá Háskóla Íslands 2004 með viðkomu í San Diego State University, stundaði framhaldsnám í Syddansk Universitet í Odense og lauk M.Sc.prófi í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum frá Háskóla Íslands 2006Guðrún Erla starfaði sem skrifstofustjóri hjá Orkuveitu Húsavíkur til 2008 og síðan sem framkvæmdastjóri fyrirtækisins þar til hún gekk til liðs við OR árið 2015.

agust-th.jpg

Ágúst Þorbjörnsson

Ágúst Þorbjörnsson, rekstrarráðgjafi, lauk meistaraprófi í iðnaðarverkfræði frá háskólanum í Karlsruhe í Þýskalandi árið 1993 og stundar nú doktorsnám við Háskólann í Reykjavík. Hann hefur áratugareynslu af rekstrarráðgjöf, meðal annars hjá Hagvangi og PriceWaterhouseCoopers, og hefur rekið eigið fyrirtæki á því sviði frá árinu 1999.

Ásgeir Westergren

Ásgeir Westergren

Ásgeir Westergren, var deildarstjóri áhættustýringar hjá Reykjavíkurborg áður en hann kom til starfa á fjármálasviði Orkuveitu Reykjavíkur árið 2015. Hann er með M.Sc. gráðu í viðskiptafræði með áherslu á fjárfestingastjórnun og áhættustýringu frá Háskóla Reykjavíkur. Hjá Orkuveitu Reykjavíkur hefur Ásgeir starfað lengst af sem forstöðumaður áhættustýringar en starfar nú að málefnum tengdum fjármögnun Orkuveitunnar og dótturfélaga, samskiptum við fjárfesta og fjárhagslegum greiningum.

Guðni Axelsson

Guðni Axelsson

Guðni Axelsson er sérfræðingur í forðafræði jarðhitakerfa og sviðsstjóri kennslu og þróunar hjá Íslenskum orkurannsóknum (ÍSOR). Hann lauk doktorsprófi í jarðeðlisfræði frá Oregon State University í Bandaríkjunum árið 1985. Síðan þá hefur Guðni starfað við forðafræðirannsóknir á Íslandi og víða um heim, með áherslu á líkanreikninga, vinnslueftirlit, stýringu langtímavinnslu og sjálfbærni. Guðni hefur kennt lengi við Jarðhitaskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna í Reykjavík. Hann er jafnframt gestaprófessor við Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóla Íslands auk þess að kenna við Háskólann í Reykjavík.

hera_grimsdottir_skorin.jpg

Hera Grímsdóttir

Hera Grímsdóttir, framkvæmdastýra Rannsókna og nýsköpunar hjá OR, er með meistaragráðu í byggingarverkfræði með áherslu á framkvæmdir og ákvörðunartöku sem og með MBA gráðu frá Háskólanum í Reykjavík. Frá 2018 hefur hún verið forseti iðn- og tæknifræðideildar Háskólans í Reykjavík en var áður sviðsstjóri byggingarsviðs við tækni- og verkfræðideild skólans. Þá hefur Hera kennt m.a. verkefnisstjórnun og tölfræði hjá HR og í Opna háskólanum til fjölda ára. Hera situr jafnframt í fagráði Tækniþróunarsjóðs Rannís. 

Bára Jónsdóttir

Bára Jónsdóttir

Bára Jónsdóttir, lögfræðingur hjá OR, lauk lögfræðiprófi (mag.jur.) frá Háskóla Íslands árið 2012 og fékk lögmannsréttindi 2013. Hún starfaði fyrir slitastjórn Frjálsa fjárfestingarbankans og SPRON frá útskrift til 2014. Þá tók við starf hjá Seðlabanka Íslands þar til hún gekk til liðs við Orkuveitu Reykjavíkur árið 2015. Bára á jafnframt sæti í stjórn Stéttarfélags lögfræðinga.

Reynir Guðjónsson

Reynir Guðjónsson

Reynir Guðjónsson er öryggisstjóri OR. Hann hefur langa reynslu af starfi á því sviði. Hann vann hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins um árabil og var öryggisfulltrúi hjá RioTinto-Alcan og gæðastjóri þar. Hann vann einnig sem forvarnarfulltrúi hjá VÍS um tveggja ára skeið.