Svona erum við

Við erum meðvituð um mikilvægi þess að starfsfólk okkar sé ánægt í starfi. Þess vegna er starfsánægja einn af lykilmælikvörðum okkar.

Samfélagslega mikilvægt verkefni

"Hér fæ ég tækifæri til að þróa mig áfram sem verkfræðingur og það er spennandi að fá að finna upp aðferðirnar og móta verklagið við að leysa vandamálið. Það er spennandi að finna eitthvað sem er ósýnilegt! Þetta er neðanjarðardót sem ekki er hægt að komast að á þægilegan hátt og nýstárlegar aðferðir sem þarf að beita við úrlausn. Meta, taka saman gögn úr mismunandi áttum og greina hvernig það er að haga sér. Svo finnst mér ótrúlega gaman að vera hluti af heild sem er að vinna að sameiginlegu markmiði og þessu samfélagslega mikilvæga verkefni. Það eru fáir sem vita að við séum til en við höfum svo mikil áhrif á líf allra."

Margrét María Leifsdóttir, MS í iðnaðarverkfræði og verkfræðingur í ástandsgreiningu fráveitu

Margrét María Leifsdóttir

Alltaf að læra eitthvað nýtt

"Ég er mest í verkefnum sem snúa að uppsetningu á mæla- og hitaveitugrindum í hús. Bæði í nýjum húsum og þar sem verið er að endurtengja. Ætli ég hafi ekki tengt flest hús á höfuðborgarsvæðinu á sl. áratug og skipta þau líklega orðið þúsundum. Mér líkar vel hérna hjá Veitum. Hér er skemmtilegt og hresst samstarfsfólk og allur aðbúnaðurinn frábær. Sama hvað vantar í tengslum við starfið – það er aldrei neitt mál. Gaman að vera með nýjar og almennilegar græjur til að auðvelda starfið og svo er ég alltaf að læra eitthvað nýtt og stekk á flest námskeið sem tengjast faginu mínu."

Pálmi Gunnarsson, sveinspróf í pípulögnum og pípulagningarmaður hjá Framkvæmdum

Pálmi Gunnarsson

Hver dagur er óskrifað blað

"Þegar ég byrjaði hjá Veitum opnaðist nýr heimur fyrir mér, þrátt fyrir að hafa reynslu úr orkugeiranum. Ég byrjaði sem verkefnastjóri á Verkefnastofu og fékk þar að takast á við ótrúlega spennandi verkefni, allt frá því að verkefnastýra endurlögn á lítilli götu yfir í að stýra borun á vatnsverndarsvæði. Síðar tók ég við sem teymisstjóri yfir verkefnastjórnun og núna veiti ég Tækniþróun forstöðu. Hér eru ótrúlega fjölbreytt verkefni og skemmtilegt og fjölbreytt samstarfsfólk. Hver dagur er óskrifað blað og ég fæ tækifæri til að læra eitthvað nýtt á hverjum degi."

Inga Lind Valsdóttir MS í umhverfis- og byggingarverkfræði og forstöðumaður Tækniþróunar

Inga Lind Valsdóttir

Að taka þátt í framtíðaruppbyggingu

"Fyrir mig er mest spennandi að fá að hugsa út fyrir boxið. Mitt hlutverk er að sjá til þess að stýrivélar og búnaður séu að virka, tryggja uppbyggingu þeirra og hugsa lengur en til morgundagsins, t.d. næstu 30 ára! Hér er frábær starfsandi, verkefnin krefjandi, skemmtileg og spennandi. Ég fæ að hrinda hugmyndum í framkvæmd, hrista boxið og það er rosalega gaman að vera partur af framtíðarsýninni – fá tækifæri til að taka þátt í framtíðar uppbyggingu stjórnkerfisins."

Hendrik Tómasson, MS í rafmagnsverkfræði og þróunarstjóri snjallkerfa hjá Kerfisþróun og stýringu

Hendrik Tómasson

Félagslíf

Hjá Veitum er fjölbreytt félagslíf. Starfsmenn Veitna tilheyra STOR, starfsmannafélagi OR.

Vélhjólaklúbbinn MótOR

Vélhjólaklúbbinn MótOR

STOR, heldur utan um ýmiss konar klúbba:

 • Vélhjólaklúbbinn MótOR
 • Fótboltaklúbbinn ORkuboltann
 • Golfklúbbinn SKOR
 • Hannyrðaklúbbinn SPOR
 • X-fit hópinn ON or OFF
 • Hlaupahópinn Hring
Orkuvision

Orkuvision

Dæmi um árvissa viðburði STOR:

 • Fjölskylduferð í Þórsmörk
 • Árshátíð
 • Páskabingó
 • Fjölskyldudögurð
 • Söngkeppnina Orkuvision 
 • Jólabingó, kransagerð, jólahlaðborð, jólatrjáaferð og ball

STOR starfrækir fjölmörg orlofshús víðs vegar um landið. Félagsmönnum STOR gefst einnig kostur á að leigja félagsheimilið í Elliðaárdal gegn hóflegu gjaldi.

Árshátíð OR

Frá árshátíð

Veitur eru með skemmtinefnd sem skipuleggur viðburði fyrir starfsmenn s.s.:

 • Þorrablót
 • Ljósmyndasamkeppni
 • "Hjólað í vinnuna"
 • Ársfund; dag út úr bænum með gleði, skemmtun og góðum mat  
 • Einnig skipuleggur hver eining 1-2 viðburði á ári þar sem nánustu vinnufélagar gera sér glaðan dag

Þórsmerkurferð

Jólakransagerð