Val á söluaðila rafmagns

Við hjá Veitum önnumst einungis dreifingu rafmagnsins og svo hafa neytendur val um af hvaða fyrirtæki þeir kaupa rafmagn, óháð búsetu. 

Það er mjög mikilvægt að þú veljir þér raforkusala og skráir þig í viðskipti. Okkur er óheimilt að afhenda rafmagn til þeirra sem ekki eru með gildan samning við raforkusala, sé samningur ekki til staðar verðum við að stöðva afhendingu raforku.

Smelltu hér til að sjá alla söluaðila rafmagns á Íslandi

Eftir að þú hefur tilkynnt okkur um flutninga á dreifiveitusvæði okkar þarftu að hafa samband við þann raforkusala sem þú kýst að vera í viðskiptum við. Sá raforkusali sér þá um að koma á raforkuviðskiptum fyrir viðkomandi húsnæði.

Ef þú kýst að skipta um raforkusala þá er það gert með sambærilegum hætti og við flutning, þú hefur samband við þann raforkusala sem þú kýst að hafa viðskipti við og raforkusalinn sér um skiptin.

Okkur er óheimilt að hafa aðkomu að vali þínu á raforkusala, meðal annars með því að gefa upp kjör einstakra raforkusala.

Við val á raforkusala þarft þú annað hvort að senda inn tilkynningu til raforkusalans á vefnum, hafa samband símleiðis eða með tölvupósti.

 
Gerðu samning 
Byrjaðu á því að gera samning við það raforkufyrirtæki sem þú vilt versla við. 
 
 
 
 
Sendu okkur staðfestingu á samningnum
Sendu okkur svo strax staðfestingu frá því fyrirtæki á innheimta@veitur.is
 
 
 
 
Opnunarferlið
Ef þú sendir staðfestinguna á virkum degi fyrir kl. 16:00 getum við opnað samdægurs. Á virkum dögum á milli kl.16:00-20:00 er hægt að óska eftir opnun gegn gjaldi skv verðskrá. En ef staðfestingin berst okkur eftir klukkan 20:00 eða um helgi, þarf að bíða til næsta virka dags.