Um vatnsveituna

Við dreifum vatni í Reykjavík, á Álftanesi, í Stykkishólmi, í Grundarfirði, á Bifröst, í Munaðarnesi, í Reykholti, á Kleppjárnsreykjum, á Hvanneyri, í Borgarnesi, á Akranesi og nágrenni og í Úthlíð. Einnig selja Veitur Mosfellsbæ og Seltjarnarnesi vatn í heildsölu.

Við öflum neysluvatns í Heiðmörk (Gvendarbrunnum, Myllulæk og Vatnsendakrikum), Berjadal við Akrafjall, Seleyri norðan Hafnarfjalls, Grábrókarhrauni, Svelgsárhrauni, Grund, Fossamelum, Steindórsstöðum og Bjarnarfelli.