Verðskrá fráveitu
Gildir frá 01.01.2022
Samkvæmt 14. gr. laga nr. 9/2009 um uppbyggingu og rekstur fráveitu er heimilt að innheimta fráveitugjöld af öllum fasteignum þar sem tenging er fyrir hendi við mörk fasteignar.
Fráveitugjöld eru undanþegin virðisaukaskatti.
Fráveitugjöld
Svæði | Sveitarfélag | Fast gjald | Grunnur | Fermetragjald | Grunnur |
---|---|---|---|---|---|
Veitusvæði I | Reykjavík | 12.262 | kr/matseining/ári | 473,29 | kr/m2/ár |
Veitusvæði II | Akranes | 12.262 | kr/matseining/ári | 473,29 | kr/m2/ár |
Veitusvæði III | Borgarbyggð | 16.247 | kr/matseining/ári | 627,00 | kr/m2/ár |
Heimilt er að innheimta sérstakt aukagjald ef frárennsli frá gjaldskyldum aðila er svo mengað að það leiði til sérstakra aðgerða fráveitunnar, svo sem sértækrar hreinsunar eða breytinga í kerfinu. Er þá innheimtur raunkostnaður sem hlýst af viðkomandi aðgerð.
Skýringar:
- Fráveitugjald samanstendur af fastagjaldi á hverja matseiningu og fermetragjaldi eftir stærð samkvæmt fasteignaskrá. Heimilt er að reiknað sé af flatarmáli allra mannvirkja á fasteign í samræmi við ofangreind lög.
- Fyrir fasteignir í landi Krosslands í Hvalfjarðarsveit gildir sama gjald og á Akranesi.
- Álögð fráveitugjöld nema að hámarki 0,5 % af fasteignamati viðkomandi eignar.
- Gjalddagar álagðra fráveitugjalda er 2. virkur dagur mánaðar. Álagning í upphafi árs deilist í 9 greiðslur frá febrúar til október. Hægt er að óska eftir einum gjalddaga sem þá er 2. júní.
- Heimilt er Veitum að gjaldfella álagningu ársins verði greiðslufall á einum eða fleiri reikningum álagningarinnar.
Tengigjöld
Sveitarfélag | Svæði | Tengigjald1 | Grunnur |
---|---|---|---|
Reykjavík | Norðlingaholt | 419.181 | kr/lóð |
Reykjavík, Akranes | Ný hverfi, þar sem tengingar eru til staðar inn á lóð | 478.419 | kr/lóð |
¹Verðin miðast við tvöfalda 150 mm tengingu við lóðamörk og fyrstu tengingu inn á lóð, lóðarhafar greiða raunkostnað fyrir umframtengingar og stærri tengingar.
Fyrir stakar lóðir, þar sem tenging er ekki til staðar t.d. vegna þéttingar byggðar, greiðir lóðarhafi raun-kostnað af nýrri tengingu við virkt fráveitukerfi.
Hafi lóðarhafi eða verktaki á hans vegum lagt tengingu undir eftirliti Veitna greiðir hann fyrir tengistút við safnkerfi 91.703 kr./lóð.
Skýringar:
- Tengigjöldin miðast við byggingarvísitölu desember 2021 og uppfærast 1. hvers mánaðar miðað við þá vísitölu.
- Tengigjöld í Borgarbyggð eru innheimt af viðkomandi sveitarfélagi.